Viðskipti innlent

Tilboð í sendiherrabústaðinn í New York til skoðunar

Aðeins eitt tilboð hefur borist í þá þrjá sendiherrabústaði sem eru til sölu. Tilboðið er í bústaðinn í New York og er það nú til skoðunar samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu.

Sendiherrabústaðirnir í New York, Washington og London hafa verið boðnir til sölu. Þar að auki er verið er að athuga með sölu á bústöðunum í Ottawa og Tókýó. Talið er að salan á þessum bústöðum geti skilað þjóðarbúinu hátt í tvo milljarða kr.

Alls á íslenska ríkið 12 sendiherrabústaði, eitt sendiráð (Berlín) og eitt hús sem hýsir bæði sendiráð og bústað (Tókýó).

Sendiherrabústaðirnir eru keyptir á tímabilinu frá miðri síðustu öld og fram að aldamótum, nema Færeyjar og Kaupmannahöfn, sem voru keyptir á síðustu árum. Hvað Kaupmannahöfn varðar var þar um kaup á ódýrari og hagkvæmari bústað að ræða og spöruðust um 400 milljónir kr. við þessi þau kaup.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×