Kylfusveinn Tigers tjáir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2009 10:10 Steve Williams og Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um málefni Woods eftir að hann ákvað að taka sér frí frá golfíþróttinni. Woods hefur viðurkennt að hafa verið eiginkonu sinni ótrúr en fjölmiðlafár hefur ríkt um Woods síðustu tvær vikurnar. Fjölmargar konur hafa stigið fram og fullyrt að þær hafi átt í sambandi við Woods. Williams er frá Nýja-Sjálandi og sagði í viðtali við The Press í heimalandinu að hann hafi ákveðið að stíga fram eftir að vangaveltur um hvort hann hafi vitað af framhjáhaldinu fóru að láta á sér kræla. „Það er engin spurning um að fjölmiðlar hafa gert líf fjölskyldu minnar mjög erfitt fyrir. Ég skil vel að Tiger eigi við vandamál að stríða og höfum við rætt um það," sagði Williams sem þverneitaði fyrir að hafa vitað nokkuð um líferni Woods utan golfheimsins. „Ég vann bara fyrir Tiger Woods. Ég bý í Nýja-Sjálandi þegar hann er ekki að keppa og veit ekkert hvað hann gerir á milli móta - rétt eins og hann veit ekkert um hvað ég er að gera." „Vissulega ræðum við saman í síma. Ég spyr hann hvernig honum gangi að æfa sig, hvernig fjölskyldunni líður og svo framvegis." Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um málefni Woods eftir að hann ákvað að taka sér frí frá golfíþróttinni. Woods hefur viðurkennt að hafa verið eiginkonu sinni ótrúr en fjölmiðlafár hefur ríkt um Woods síðustu tvær vikurnar. Fjölmargar konur hafa stigið fram og fullyrt að þær hafi átt í sambandi við Woods. Williams er frá Nýja-Sjálandi og sagði í viðtali við The Press í heimalandinu að hann hafi ákveðið að stíga fram eftir að vangaveltur um hvort hann hafi vitað af framhjáhaldinu fóru að láta á sér kræla. „Það er engin spurning um að fjölmiðlar hafa gert líf fjölskyldu minnar mjög erfitt fyrir. Ég skil vel að Tiger eigi við vandamál að stríða og höfum við rætt um það," sagði Williams sem þverneitaði fyrir að hafa vitað nokkuð um líferni Woods utan golfheimsins. „Ég vann bara fyrir Tiger Woods. Ég bý í Nýja-Sjálandi þegar hann er ekki að keppa og veit ekkert hvað hann gerir á milli móta - rétt eins og hann veit ekkert um hvað ég er að gera." „Vissulega ræðum við saman í síma. Ég spyr hann hvernig honum gangi að æfa sig, hvernig fjölskyldunni líður og svo framvegis."
Golf Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira