Viðskipti innlent

Gros kostar um fimm milljónir

Seðlabankinn greiðir þann umframkostnað sem hlýst af því að útlendingurinn Daniel Gros situr í bankaráði bankans. Nemur kostnaðurinn um fimm milljónum króna á ári og hlýst af ferðalögum, þýðingum skjala og túlkun á fundum.

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í gær.

Sagði hann Seðlabankann hafa leitað upplýsinga í stjórnkerfinu um hver ætti að bera kostnaðinn og niðurstaðan væri sú að það væri bankans.

Gros, sem er búsettur í Belgíu, er fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráðinu. - bþs












Fleiri fréttir

Sjá meira


×