Að slökkva lífsneistann hjá fólki 26. ágúst 2009 06:00 Við upplifum margt sorglegt og mjög átakanlegt innan veggja Fjölskylduhjálpar Íslands. Í morgun, mánudag 24. ágúst, hef ég haft nóg að gera við að svara símtölum frá fátæku fólki sem sér ekki fram á að geta staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að mennta börn sín. Kona hafði samband og sagði að dóttir hennar hefði komist inn í framhaldsskóla og var ákaflega ánægð með það. Þessi kona er öryrki og hefur alls 120.000 krónur í tekjur á mánuði. Hún leigir 90 fermetra íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu á 80.000 krónur og fær í húsaleigubætur 30.000 þannig að leigan er 48.000 krónur á mánuði. Þessi kona hefur 68.000 krónur til að framfleyta sér og dóttur sinni. Þessi kona getur ekki keypt skólabækur fyrir dóttur sína. Nú hefur einstaklingur í þjóðfélaginu haft samband við mig og ætlar að styðja viðkomandi fjölskyldu reglulega þ.e. taka fjölskylduna í fjárhagslegt fóstur. Viðkomandi mun nafnlaust leggja reglulega inn á reikning móðurinnar sem stuðning við menntun dótturinnar. Fleiri svona mál eru í vinnslu hjá FÍ og er það vel. Á föstudaginn sl. fengum við eitt af mörgum hrópum um hjálp sökum fátæktar. Þetta er sönn saga sem birtist hér að neðan. Einstætt foreldri sem er öryrki bað um neyðaraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í síðustu viku. Foreldrið er á fertugsaldri með þrjá syni á aldrinum 11, 15 og 17 ára. Foreldrið leitaði til Félagsþjónustunnar í Reykjavík en fékk synjun um aðstoð vegna þess að viðkomandi væri öryrki og ekki á framfæri félagslega kerfisins. Hér bitnar það á viðkomandi foreldri að hafa þraukað í sinni fátækt undanfarin misserin og þá er svarið hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík: nei, engin aðstoð hér. Peningar voru ekki til á heimilinu til að kaupa mat. Fjölskyldan var matarlaus, ekki til mjólkurdropi. Þessi einstaklingur með börnin sín þrjú er gjörsamlega hjálparlaus. Elsta barnið átti að byrja í framhaldsskóla sl. föstudag en foreldrið varð að hringja barnið inn veikt því ekki voru til peningar til að kaupa skólabækur og annað sem tilheyrir skólanum. Foreldrið hafði fengið 15.000 krónur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en sú upphæð dugði ekki fyrir skólakostnaði fyrir eitt barn, hvað þá þremur. Foreldrið er að bugast. Hagir þessa foreldris eru eftirfarandi. Það leigir 96 fermetra íbúð hjá Félagsbústöðum á 150.000 krónur á mánuði og fær 70.000 krónur í húsaleigubætur. Það greiðir því 80.000 krónur í húsaleigu. Tekið skal fram að foreldrið sefur í stofunni þar sem í íbúðinni eru þrjú herbergi en þyrftu að vera fjögur. Tekjur þessa foreldris eru 120.000 krónur í örorkubætur og 60.000 með þremur börnum á mánuði. Sem sagt, tekjur þessa foreldris eru því 180.000 á mánuði. Að að frádreginni húsaleigu hefur það því til ráðstöfunar heilar 100.000 krónur á mánuði. Hitt foreldrið sem einnig er öryrki veiktist lífshættulega fyrir stuttu og bíða börnin milli vonar og ótta eftir framvinda mála. Fjölskylduhjálp Íslands stóð vaktina að venju og var hægt að styðja fjölskylduna með 20.000 krónum til bókakaupa auk þess að fá matvæli sem gætu dugað í vikutíma. Vandamál þessara fjölskyldna eru ekki leyst með aðstoð frá okkur. Aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands er neyðaraðstoð. Hér þarf miklu meira að koma til. Höfundur er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Við upplifum margt sorglegt og mjög átakanlegt innan veggja Fjölskylduhjálpar Íslands. Í morgun, mánudag 24. ágúst, hef ég haft nóg að gera við að svara símtölum frá fátæku fólki sem sér ekki fram á að geta staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að mennta börn sín. Kona hafði samband og sagði að dóttir hennar hefði komist inn í framhaldsskóla og var ákaflega ánægð með það. Þessi kona er öryrki og hefur alls 120.000 krónur í tekjur á mánuði. Hún leigir 90 fermetra íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu á 80.000 krónur og fær í húsaleigubætur 30.000 þannig að leigan er 48.000 krónur á mánuði. Þessi kona hefur 68.000 krónur til að framfleyta sér og dóttur sinni. Þessi kona getur ekki keypt skólabækur fyrir dóttur sína. Nú hefur einstaklingur í þjóðfélaginu haft samband við mig og ætlar að styðja viðkomandi fjölskyldu reglulega þ.e. taka fjölskylduna í fjárhagslegt fóstur. Viðkomandi mun nafnlaust leggja reglulega inn á reikning móðurinnar sem stuðning við menntun dótturinnar. Fleiri svona mál eru í vinnslu hjá FÍ og er það vel. Á föstudaginn sl. fengum við eitt af mörgum hrópum um hjálp sökum fátæktar. Þetta er sönn saga sem birtist hér að neðan. Einstætt foreldri sem er öryrki bað um neyðaraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í síðustu viku. Foreldrið er á fertugsaldri með þrjá syni á aldrinum 11, 15 og 17 ára. Foreldrið leitaði til Félagsþjónustunnar í Reykjavík en fékk synjun um aðstoð vegna þess að viðkomandi væri öryrki og ekki á framfæri félagslega kerfisins. Hér bitnar það á viðkomandi foreldri að hafa þraukað í sinni fátækt undanfarin misserin og þá er svarið hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík: nei, engin aðstoð hér. Peningar voru ekki til á heimilinu til að kaupa mat. Fjölskyldan var matarlaus, ekki til mjólkurdropi. Þessi einstaklingur með börnin sín þrjú er gjörsamlega hjálparlaus. Elsta barnið átti að byrja í framhaldsskóla sl. föstudag en foreldrið varð að hringja barnið inn veikt því ekki voru til peningar til að kaupa skólabækur og annað sem tilheyrir skólanum. Foreldrið hafði fengið 15.000 krónur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en sú upphæð dugði ekki fyrir skólakostnaði fyrir eitt barn, hvað þá þremur. Foreldrið er að bugast. Hagir þessa foreldris eru eftirfarandi. Það leigir 96 fermetra íbúð hjá Félagsbústöðum á 150.000 krónur á mánuði og fær 70.000 krónur í húsaleigubætur. Það greiðir því 80.000 krónur í húsaleigu. Tekið skal fram að foreldrið sefur í stofunni þar sem í íbúðinni eru þrjú herbergi en þyrftu að vera fjögur. Tekjur þessa foreldris eru 120.000 krónur í örorkubætur og 60.000 með þremur börnum á mánuði. Sem sagt, tekjur þessa foreldris eru því 180.000 á mánuði. Að að frádreginni húsaleigu hefur það því til ráðstöfunar heilar 100.000 krónur á mánuði. Hitt foreldrið sem einnig er öryrki veiktist lífshættulega fyrir stuttu og bíða börnin milli vonar og ótta eftir framvinda mála. Fjölskylduhjálp Íslands stóð vaktina að venju og var hægt að styðja fjölskylduna með 20.000 krónum til bókakaupa auk þess að fá matvæli sem gætu dugað í vikutíma. Vandamál þessara fjölskyldna eru ekki leyst með aðstoð frá okkur. Aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands er neyðaraðstoð. Hér þarf miklu meira að koma til. Höfundur er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun