Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur ákvað að fresta því að taka afstöðu til óskar Baugs Group hf. um að félagið og önnur fyrirtæki því tengd fái greiðslustöðvun. Hjá dómara kom fram að honum þætti málið óljóst og enn óljósara væri hvað Baugsmenn hyggðust fyrir með fyrirtækið í framtíðinni.
Hann tók til þess að allar upphæðir í málsgögnum væru frá síðasta hausti og fær fyrirtækið því frest fram á þriðjudag til þess að bæta úr því og setja fram raunhæfari hugmyndir um hvað gera á með fyrirtækið.