Segir fjármálaráðherra hafa vitað af ráðningu Ásmundar Breki Logason skrifar 9. febrúar 2009 14:36 Ásmundur Stefánsson tekur við bankastjórastóli af Elínu Sigfúsdóttur um mánaðarmótin. Haukur Halldórsson varaformaður bankaráðs Landsbankans segir að ráðning Ásmundar Stefánssonar í stól bankastjóra hafi verið gerð í samráði við fjármálaráðherra. Hann segir ákvörðunina hafa verið bankaráðs og Ásmundur hafi ekki sóst eftir embættinu. Ljóst sé að staða bankastjóra verði auglýst þegar efnahagsreikningur bankans liggi fyrir og vonast Haukur til að svo geti orðið seint í apríl. Hann segir bankaráð hafa talið meira gagnrýnisvert að ráða einn af framkvæmdarstjórum bankans frekar en formann bankaráðsins. „Ásmundur hefur sinnt starfi formanns bankaráðs vel og hann er bankamaður þar sem hann var einn af framkvæmdarstjórum Íslandsbanka á sínum tíma, ég tel þetta því hafa verið besta kostinn í stöðunni. Það var ljóst að Elín vildi hætta og bankanum var enginn greiði gerður með því að hafa hana áfram. Við leggjum hinsvegar áherslu á að þetta er tímabundin ráðning," segir Haukur sem tekur við formennsku í bankaráði þegar Ásmundur verður bankastjóri. Hann segir að bankaráð hafi viljað halda Elínu þar til efnahagsreikningurinn lægi fyrir en þar sem hún hafi viljað hætta nú um mánaðarmótin og ljóst að reikningurinn yrði ekki tilbúinn fyrir þann tíma hafi niðurstaðan verið sú að ráða Ásmund. „Menn töldu það frekar gagnrýnisvert að ráða einhvern af núverandi framkvæmdarstjórum bankans," segir Haukur. Aðspurður hvenær hann búist við að efnahagsreikningurinn liggi fyrir segir Haukur hugmyndir vera uppi um að það gæti orðið seint í apríl. „Ég get hinsvegar ekkert fullyrt um það en vonandi verður það fyrr. Það eru mörg mál sem þarf að útkljá." Haukur segir engan óróleika vera vegna þessa hjá bankaráði né fjármálaráðherra sem var kynnt ákvörðunin. „Það var búið að ræða þetta við fjármálaráðherra áður en það var ekki búið að ræða neinar dagsetningar." Upplýsingafulltrúi viðskiptaráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra áréttaði fyrri skoðun sína um að auglýsa ætti allar þrjár stöður bankastjóra sem fyrst. Að öðru leyti sé þetta ekki á könnu Gylfa þar sem það sé fjármálaráðherra sem fari með eignarhlut ríkisins í bönkunum. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra. Tengdar fréttir Ásmundur bankastjóri Landsbankans - staðan auglýst í haust Bankaráð Landsbankans, NBI hf., ákvað í dag að fresta að auglýsa stöðu bankastjóra þar til í haust. Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri, hefur gert bankaráðinu grein fyrir því að hún hyggist standa við fyrri ákvörðun um að láta af störfum um næstu mánaðamót eins og hún hafði áður greint frá. Bankaráð hefur falið Ásmundi Stefánssyni, núverandi formanni bankaráðs, að taka við hlutverki bankastjóra þar til staðan verður auglýst og í hana ráðið á haustmánuðum. 5. febrúar 2009 16:07 Segir Ásmund Stefánsson ráðinn tímabundið Vegna umfjöllunar um auglýsingu á stöðu bankastjóra nýja Landsbankans (NBI hf.) vill bankaráð NBI hf. taka eftirfarandi fram: 9. febrúar 2009 12:17 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Haukur Halldórsson varaformaður bankaráðs Landsbankans segir að ráðning Ásmundar Stefánssonar í stól bankastjóra hafi verið gerð í samráði við fjármálaráðherra. Hann segir ákvörðunina hafa verið bankaráðs og Ásmundur hafi ekki sóst eftir embættinu. Ljóst sé að staða bankastjóra verði auglýst þegar efnahagsreikningur bankans liggi fyrir og vonast Haukur til að svo geti orðið seint í apríl. Hann segir bankaráð hafa talið meira gagnrýnisvert að ráða einn af framkvæmdarstjórum bankans frekar en formann bankaráðsins. „Ásmundur hefur sinnt starfi formanns bankaráðs vel og hann er bankamaður þar sem hann var einn af framkvæmdarstjórum Íslandsbanka á sínum tíma, ég tel þetta því hafa verið besta kostinn í stöðunni. Það var ljóst að Elín vildi hætta og bankanum var enginn greiði gerður með því að hafa hana áfram. Við leggjum hinsvegar áherslu á að þetta er tímabundin ráðning," segir Haukur sem tekur við formennsku í bankaráði þegar Ásmundur verður bankastjóri. Hann segir að bankaráð hafi viljað halda Elínu þar til efnahagsreikningurinn lægi fyrir en þar sem hún hafi viljað hætta nú um mánaðarmótin og ljóst að reikningurinn yrði ekki tilbúinn fyrir þann tíma hafi niðurstaðan verið sú að ráða Ásmund. „Menn töldu það frekar gagnrýnisvert að ráða einhvern af núverandi framkvæmdarstjórum bankans," segir Haukur. Aðspurður hvenær hann búist við að efnahagsreikningurinn liggi fyrir segir Haukur hugmyndir vera uppi um að það gæti orðið seint í apríl. „Ég get hinsvegar ekkert fullyrt um það en vonandi verður það fyrr. Það eru mörg mál sem þarf að útkljá." Haukur segir engan óróleika vera vegna þessa hjá bankaráði né fjármálaráðherra sem var kynnt ákvörðunin. „Það var búið að ræða þetta við fjármálaráðherra áður en það var ekki búið að ræða neinar dagsetningar." Upplýsingafulltrúi viðskiptaráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra áréttaði fyrri skoðun sína um að auglýsa ætti allar þrjár stöður bankastjóra sem fyrst. Að öðru leyti sé þetta ekki á könnu Gylfa þar sem það sé fjármálaráðherra sem fari með eignarhlut ríkisins í bönkunum. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Tengdar fréttir Ásmundur bankastjóri Landsbankans - staðan auglýst í haust Bankaráð Landsbankans, NBI hf., ákvað í dag að fresta að auglýsa stöðu bankastjóra þar til í haust. Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri, hefur gert bankaráðinu grein fyrir því að hún hyggist standa við fyrri ákvörðun um að láta af störfum um næstu mánaðamót eins og hún hafði áður greint frá. Bankaráð hefur falið Ásmundi Stefánssyni, núverandi formanni bankaráðs, að taka við hlutverki bankastjóra þar til staðan verður auglýst og í hana ráðið á haustmánuðum. 5. febrúar 2009 16:07 Segir Ásmund Stefánsson ráðinn tímabundið Vegna umfjöllunar um auglýsingu á stöðu bankastjóra nýja Landsbankans (NBI hf.) vill bankaráð NBI hf. taka eftirfarandi fram: 9. febrúar 2009 12:17 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Ásmundur bankastjóri Landsbankans - staðan auglýst í haust Bankaráð Landsbankans, NBI hf., ákvað í dag að fresta að auglýsa stöðu bankastjóra þar til í haust. Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri, hefur gert bankaráðinu grein fyrir því að hún hyggist standa við fyrri ákvörðun um að láta af störfum um næstu mánaðamót eins og hún hafði áður greint frá. Bankaráð hefur falið Ásmundi Stefánssyni, núverandi formanni bankaráðs, að taka við hlutverki bankastjóra þar til staðan verður auglýst og í hana ráðið á haustmánuðum. 5. febrúar 2009 16:07
Segir Ásmund Stefánsson ráðinn tímabundið Vegna umfjöllunar um auglýsingu á stöðu bankastjóra nýja Landsbankans (NBI hf.) vill bankaráð NBI hf. taka eftirfarandi fram: 9. febrúar 2009 12:17