Viðskipti erlent

AGS breytir spá um hagvöxt

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á næstu dögum lækka hagvaxtaspá sína fyrir 2009 sem birt var í nóvember. Þá var spáð að hagvöxtur í heiminu yrði 2,2% en í október hafði sjóðurinn spáð 3% hagvexti. Talsmaður sjóðsins sem staddur er á efnahagsráðstefnu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sagði við fréttamenn í dag að spáin yrði enn lækkuð á næstu dögum og þá niður í 1 til 1,5% sem sé umtalsverð breyting.

Axel Bertuch-Samuels, varaforstjóri peninga- og fjármálamarkaðsdeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að horfur í alþjóðlegum efnahagslífi hafi versnað svo mikið og traust í viðskiptum svo lítið og vantraust neytenda það mikið að annað eins hafi ekki sést í marga áratugi. Viðskipti hafi dregist saman umtalsvert á svo skömmum tíma að ekki hafi annað verið hægt en að breyta spánni.

Búist er við að nýja spáin verði birt á miðvikudaginn og þá verði einnig hagvaxtaspá fyrir Kína og Indland breytt en hingað til hefur verið talið að áhrif kreppunnar yrðu minni þar en annars staðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×