Erlent

Kosningar í Uruguay: Fyrrverandi skæruliðaforingi líklegastur

Jose Mujica.
Jose Mujica. MYND/AP

Líklegast er talið að vinstrisinnaði skæruliðaforinginn fyrrverandi Jose Mujica fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Uruguay sem fram fóru um helgina. Útgönguspár benda til sigurs hans en þó er búist við því að kjósa þurfi á ný þar sem ólíklegt er talið að hann hafi náð hreinum meirihluta.'

Því er búist við því að hann etji kappi við sinn helsta keppinaut, hægrimanninn og fyrrverandi forsetann Luis Lacalle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×