Viðskipti innlent

Breytingar hjá Ernst & Young

Henrik Barner Christiansen, sem áður var endurskoðandi hjá Hróarskeldubanka í Danmörku (Roskilde Bank) hefur misst titil sinn sem meðeigandi hjá endur­skoðunarfyrirtækinu Ernst & Young.

Viðskiptablaðið Børsen segir Ernst & Young vísa því á bug að samhengi sé þarna á milli, en bankinn var með fyrstu fórnar­lömbum alþjóðlegu fjármálakreppunnar.

Per-Henrik Goosmann, upplýsingafulltrúi Ernst & Young, segir unnið að endurskipulagningu á starfsemi fyrirtækisins í Danmörku og um tuttugu meðeigendur hafi verið gerðir að framkvæmdastjórum í tengslum við þær breytingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×