Viðskipti innlent

Gengi Bakkavarar hækkar um 5,88 prósent

Bakkavararbræður.
Bakkavararbræður. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 5,88 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Á sama tíma hefur gengi bréfa Össurar hækkað um 0,48 prósent.

Önnur hreyfing er ekki á hlutabréfamarkaði í dag.

Fimm viðskipti upp á 1,5 milljónir króna standa á bak við hlutabréfaveltuna, þar af nemur velta með hlutabréf Bakkavarar tæpum 1,3 milljörðum króna.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur hækkað um 0,22 prósent og stendur hún í 261 stigi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×