Ástarbréf Seðlabankans verstu mistökin fyrir hrun 8. október 2009 15:06 Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman það sem hann kallar verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og hruninu sjálfu í fyrra. Efst á blaði eru svokölluð ástarbréf Seðlabankans sem ollu því að bankinn varð gjaldþrota. Slíkt gjaldþrot seðlabanka er óþekkt í vestrænni sögu. „Stærstu mistökin eru líklega fólgin í veðlánaviðskiptum Seðlabanka Íslands sem ollu gjaldþroti hans. Í þessum viðskiptum töpuðust um 300 milljarðar, sem jafnast á við um 1 milljón á hvert mannsbarn á Íslandi, eða um 5 milljónir á hverja þriggja barna fjölskyldu. Þessi mistök lenda beint á íslenskum skattgreiðendum," segir Gauti á bloggsíðu sinni þar sem hann fjallar um stærstu mistökin að hans mati. „Þetta eru mun hærri fjárhæðir en líklegt er að falli á almenning vegna icesave. Það sem verra er þessar byrðar falla strax á almenning, en ekki eftir 7 ár eins og icesave. Hinn harkalegi niðurskurður ríkisútgjalda og gífurlegu skattahækkanir má að stórum hluta rekja til þessara afdrifaríku mistaka." Gauti segir að með nokkuð grófri einföldun megi lýsa ástarbréfunum sem svo að bankarnir hafi skrifað skuldabréf hvern á annan. Þannig prentaði Kaupþing skuldabréf uppá eina krónu og lét Landsbankann fá, gegn skuldabréfi uppá eina krónu sem Landsbankinn prentaði. Svo fóru þeir báðir í Seðlabankann og fengu lán með veði í þessum skuldabréfum hver á annan. „Sumir kölluðu þetta ástarbréf bankana til hvers annars," segir Gauti. „Í hruninu námu lán af þessu tagi um 30 prósentum af þjóðarframleiðslu. Þegar allt fór á hausinn voru þessi skuldabréf auðvitað verðlaus. Í stuttu máli má segja að með þessum viðskipum hafi bankarnir í raun og veru fengið heimild til að prenta peninga fyrir sjálfan sig án þess að leggja fram nokkur haldbær veð, nema ástarbréf hvers til annars. Allt á kostnað skattgreiðenda." Fram kemur að til að mynda hefði Seðlabanki Íslands geta krafist veðs í öllu innlánasafni viðskiptabankana sem ... „hefði verið skynsamleg lausn. Ef það hefði verið gert, hefði Seðlabankinn í raun verið eigandi nýju bankanna við hrunið, frekar en erlendu kröfuhafarnir. Þá hefði engin ástæða verið fyrir íslenska ríkið að dæla inn 300 milljörðum til að koma í veg fyrir gjaldþrot seðlabankans. Og skattar íslenskra ríkisborgara hefðu ekki hækkað jafn mikið og nú er rauninn." Gauti segir síðan að þótt neyðarlögin hefðu verið að mörgu leyti skynsamleg voru ein afdrifarík mistök gerð í smíði þeirra laga sem gerðu hrunið mun kostnaðarsamara fyrir landsmenn. „Helsta ákvæði neyðarlaganna var það, að innlán urðu forgangskrafa í þrotabú gömlu bankanna. Þetta var skynsamlegt ákvæði. Mikilvægur hlutur gleymdist, hins vegar. Skynsamlegast hefði verið að gera tryggðar innistæður sem fyrstu forgangskröfu," segir Gauti. „Ef neyðarlögin hefðu verið skrifuð svona hefði það þýtt að allar eignir Landsbankans hefðu fyrst farið í að greiða icesave. Skaði þjóðarbúsins hefði því orðið lítill sem engin af þessum þætti hrunsins, og við stæðum væntanlega ekki ennþá í deilum við Breta og Hollendinga." Bloggið í heild má sjá hér. Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Sjá meira
Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við seðlabanka New York-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman það sem hann kallar verstu mistökin sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og hruninu sjálfu í fyrra. Efst á blaði eru svokölluð ástarbréf Seðlabankans sem ollu því að bankinn varð gjaldþrota. Slíkt gjaldþrot seðlabanka er óþekkt í vestrænni sögu. „Stærstu mistökin eru líklega fólgin í veðlánaviðskiptum Seðlabanka Íslands sem ollu gjaldþroti hans. Í þessum viðskiptum töpuðust um 300 milljarðar, sem jafnast á við um 1 milljón á hvert mannsbarn á Íslandi, eða um 5 milljónir á hverja þriggja barna fjölskyldu. Þessi mistök lenda beint á íslenskum skattgreiðendum," segir Gauti á bloggsíðu sinni þar sem hann fjallar um stærstu mistökin að hans mati. „Þetta eru mun hærri fjárhæðir en líklegt er að falli á almenning vegna icesave. Það sem verra er þessar byrðar falla strax á almenning, en ekki eftir 7 ár eins og icesave. Hinn harkalegi niðurskurður ríkisútgjalda og gífurlegu skattahækkanir má að stórum hluta rekja til þessara afdrifaríku mistaka." Gauti segir að með nokkuð grófri einföldun megi lýsa ástarbréfunum sem svo að bankarnir hafi skrifað skuldabréf hvern á annan. Þannig prentaði Kaupþing skuldabréf uppá eina krónu og lét Landsbankann fá, gegn skuldabréfi uppá eina krónu sem Landsbankinn prentaði. Svo fóru þeir báðir í Seðlabankann og fengu lán með veði í þessum skuldabréfum hver á annan. „Sumir kölluðu þetta ástarbréf bankana til hvers annars," segir Gauti. „Í hruninu námu lán af þessu tagi um 30 prósentum af þjóðarframleiðslu. Þegar allt fór á hausinn voru þessi skuldabréf auðvitað verðlaus. Í stuttu máli má segja að með þessum viðskipum hafi bankarnir í raun og veru fengið heimild til að prenta peninga fyrir sjálfan sig án þess að leggja fram nokkur haldbær veð, nema ástarbréf hvers til annars. Allt á kostnað skattgreiðenda." Fram kemur að til að mynda hefði Seðlabanki Íslands geta krafist veðs í öllu innlánasafni viðskiptabankana sem ... „hefði verið skynsamleg lausn. Ef það hefði verið gert, hefði Seðlabankinn í raun verið eigandi nýju bankanna við hrunið, frekar en erlendu kröfuhafarnir. Þá hefði engin ástæða verið fyrir íslenska ríkið að dæla inn 300 milljörðum til að koma í veg fyrir gjaldþrot seðlabankans. Og skattar íslenskra ríkisborgara hefðu ekki hækkað jafn mikið og nú er rauninn." Gauti segir síðan að þótt neyðarlögin hefðu verið að mörgu leyti skynsamleg voru ein afdrifarík mistök gerð í smíði þeirra laga sem gerðu hrunið mun kostnaðarsamara fyrir landsmenn. „Helsta ákvæði neyðarlaganna var það, að innlán urðu forgangskrafa í þrotabú gömlu bankanna. Þetta var skynsamlegt ákvæði. Mikilvægur hlutur gleymdist, hins vegar. Skynsamlegast hefði verið að gera tryggðar innistæður sem fyrstu forgangskröfu," segir Gauti. „Ef neyðarlögin hefðu verið skrifuð svona hefði það þýtt að allar eignir Landsbankans hefðu fyrst farið í að greiða icesave. Skaði þjóðarbúsins hefði því orðið lítill sem engin af þessum þætti hrunsins, og við stæðum væntanlega ekki ennþá í deilum við Breta og Hollendinga." Bloggið í heild má sjá hér.
Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Sjá meira