Innlent

Lélegir stjórnmálamenn leita á náðir AGS

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson. Mynd/Stefán Karlsson

„Ef þú labbar um með skilti á maganum sem segir ég er hálfviti og kann ekki á hagkerfið mitt þá vill enginn koma með peninga inn í landið," segir Jón Daníelsson, hagfræðingur. Hann segir það merki um lélega stjórnmálamenn að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Jón Daníelsson, hagfræðingur, var í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú fyrir hádegi.

Jón gagnrýndi gjaldeyrishöftin harðlega. Þegar allt sé háð leyfum skapist óeðlileg hegðun. Þau skapi spillingu og vantraust. Hann sagði að hræðslan við að jöklabréfaeigendum myndu leysa út bréfin og krónan falla í kjölfarið sín sé á misskilningi byggð.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.