Erlent

Tígrisdýr veittist að manni í dýragarði

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Maður er þó nokkuð slasaður eftir að hann varð fyrir árás síberíutígurs í dýragarðinum í Calgary í Kanada í gær. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur, klifraði yfir tæplega þriggja metra háa öryggisgirðingu ásamt félaga sínum og gerði tígrisdýrinu Vitali bilt við. Vitali lét engan bilbug á sér finna og slæmdi framfæti með hárbeittum klóm að manninum sem skarst á hendi. Talsmaður dýragarðsins sagði viðbrögð dýrsins eðlileg, það hefði eingöngu verið að verja sig gegn því sem það taldi vera árás. Athæfi mannanna tveggja hefði hins vegar borið vott um hreina heimsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×