Viðskipti innlent

Landsbankinn ætlar ekki að hækka íbúðalánavexti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsbankinn ætlar ekki að hækka vexti. Mynd/ GVA.
Landsbankinn ætlar ekki að hækka vexti. Mynd/ GVA.
Landsbankinn hefur ákveðið að hækka ekki vexti á þeim íbúðalánum sem koma til endurskoðunar á árinu, þrátt fyrir að vaxtakjör þeirra séu í dag undir markaðsvöxtum. Þegar bankarnir kynntu ný lán til sögunnar á þeim tíma sem fasteignabólan stóð sem hæst var kveðið á um að vextir af slíkum lánum yrðu teknir til endurskoðunar á fimm ára fresti.

Í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag kemur fram að ákvörðun bankans byggi á þeirri forsendu að vextir fari áfram lækkandi auk þess sem bankinn vill leggja sitt af mörkum til að koma til móts við lántakendur.

Einnig ákvað bankinn nýverið að fella niður uppgreiðsluþóknanir af öllum íbúða- og fasteignalánum tímabundið í því skyni að greiða fyrir viðskiptum með fasteignir og auðvelda viðskiptavinum uppgreiðslu lána og endurfjármögnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×