Áætlar að Landsvirkjun vangreiði borginni hátt í 200 milljónir Gunnar Örn Jónsson skrifar 8. júlí 2009 16:43 Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Mynd/Haraldur Jónasson Reykjavíkurborg átti 44,53% hlut í Landsvirkjun fram til 1. janúar 2007 en þá keypti ríkið hlutinn af Reykjavíkurborg. Samkvæmt sölusamningnum ber Reykjavíkurborg enn ábyrgð á 44,53% skulda Landsvirkjunar sem stofnað var til fyrir sölu hlutarins, en meginþorri skulda Landsvirkjunar eru frá þeim tíma. Af samlestri ársreikninga Reykjavíkurborgar og Landsvirkjunar er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að hlutur Reykjavíkurborgar í ábyrgðargjaldi fyrirtækisins sé of lítill og jafnframt kunna að vera rök fyrir því að ábyrgðargjaldið sé óeðlilega lágt. Þetta segir Sigrún Elsa Smáradóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar 2008 fékk Reykjavíkurborg greiddar 208 milljónir króna í ábyrgðargjald vegna ábyrgða borgarinnar á lánum Landsvirkjunar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar greiddi fyrirtækið ábyrgðargjald sem nemur rétt tæpum sjö milljónum Bandaríkjadollara en það samsvarar 845 milljónum króna miðað við gengi krónu um síðustu áramót. Þannig virðist hlutur Reykjavíkurborgar í ábyrgðargjaldsgreiðslunum vera innan við fjórðungur af greiddu ábyrgðargjaldi meðan hlutfallsleg ábyrgð borgarinnar er mun meiri. Miðað við 44,53% hlut, ætti Reykjavíkurborg þvi að fá greiddar í kringum 370 milljónir króna en ekki ofangreindar 208 milljónir. „Þar sem meginþorri skulda Landsvikrjunar er tilkominn fyrir sölu Reykjavíkurborgar á hlut sínum til ríkisins má áætla að Landsvirkjun sé að vangreiða borginni hátt á annað hundruð milljónir króna," segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt fram fyrirspurnir til viðbótar fyrri fyrirspurnum í borgarráði vegna ábyrgða Reykjavíkurborgar fyrir Landsvirkjun. Samfylkingarmenn spyrja meðal annars hvernig ábyrgðargjaldið sem borgin fær greitt kemur heim og saman við ábyrgðir borgarinnar. Tengdar fréttir Eigendaábyrgð Landsvirkjunar og OR stenst ekki EES-samning Að mati Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) er hin ótakmarkaða ábyrgð sem Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur (OR)njóta, hjá eigendum fyrirtækjanna, ekki að fullu í samræmi við ákvæði EES samningsins um ríkisaðstoð. 8. júlí 2009 12:16 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
Reykjavíkurborg átti 44,53% hlut í Landsvirkjun fram til 1. janúar 2007 en þá keypti ríkið hlutinn af Reykjavíkurborg. Samkvæmt sölusamningnum ber Reykjavíkurborg enn ábyrgð á 44,53% skulda Landsvirkjunar sem stofnað var til fyrir sölu hlutarins, en meginþorri skulda Landsvirkjunar eru frá þeim tíma. Af samlestri ársreikninga Reykjavíkurborgar og Landsvirkjunar er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að hlutur Reykjavíkurborgar í ábyrgðargjaldi fyrirtækisins sé of lítill og jafnframt kunna að vera rök fyrir því að ábyrgðargjaldið sé óeðlilega lágt. Þetta segir Sigrún Elsa Smáradóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar 2008 fékk Reykjavíkurborg greiddar 208 milljónir króna í ábyrgðargjald vegna ábyrgða borgarinnar á lánum Landsvirkjunar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar greiddi fyrirtækið ábyrgðargjald sem nemur rétt tæpum sjö milljónum Bandaríkjadollara en það samsvarar 845 milljónum króna miðað við gengi krónu um síðustu áramót. Þannig virðist hlutur Reykjavíkurborgar í ábyrgðargjaldsgreiðslunum vera innan við fjórðungur af greiddu ábyrgðargjaldi meðan hlutfallsleg ábyrgð borgarinnar er mun meiri. Miðað við 44,53% hlut, ætti Reykjavíkurborg þvi að fá greiddar í kringum 370 milljónir króna en ekki ofangreindar 208 milljónir. „Þar sem meginþorri skulda Landsvikrjunar er tilkominn fyrir sölu Reykjavíkurborgar á hlut sínum til ríkisins má áætla að Landsvirkjun sé að vangreiða borginni hátt á annað hundruð milljónir króna," segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt fram fyrirspurnir til viðbótar fyrri fyrirspurnum í borgarráði vegna ábyrgða Reykjavíkurborgar fyrir Landsvirkjun. Samfylkingarmenn spyrja meðal annars hvernig ábyrgðargjaldið sem borgin fær greitt kemur heim og saman við ábyrgðir borgarinnar.
Tengdar fréttir Eigendaábyrgð Landsvirkjunar og OR stenst ekki EES-samning Að mati Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) er hin ótakmarkaða ábyrgð sem Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur (OR)njóta, hjá eigendum fyrirtækjanna, ekki að fullu í samræmi við ákvæði EES samningsins um ríkisaðstoð. 8. júlí 2009 12:16 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
Eigendaábyrgð Landsvirkjunar og OR stenst ekki EES-samning Að mati Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) er hin ótakmarkaða ábyrgð sem Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur (OR)njóta, hjá eigendum fyrirtækjanna, ekki að fullu í samræmi við ákvæði EES samningsins um ríkisaðstoð. 8. júlí 2009 12:16