Anna er hörkutól sem gefur ekki þumlung eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2009 13:20 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, til hægri, í leik með Stjörnunni í haust. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er búinn að ganga frá öllum sínum málum hjá Team Esbjerg og spilar væntanlega sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið mætir Slagelse á útivelli. Esbjerg hefur tapað síðustu leikjum stór, með sextán mörkum á heimavelli á móti Viborg HK (21-37) og með sjö mörkum á útivelli á móti SK Aarhus (27-34) en bæði liðin eru meðal þriggja efstu liða í deildinni. Esbjerg-liðið er sem stendur í 7. sæti en mótherjar kvöldsins í Slagelse hafa tapað öllum sínum leikjum og sitja á botni deildarinnar. Það er fjallað um komu Önnu á heimasíðu félagsins og þar er meðal annars viðtal við þjálfaranum um íslensku landsliðskonuna. „Ég er mjög ánægður með að félaginu tókst að finna leikmann til að leysa af Rikke Zachariassen sem mun missa af öllu tímabilinu vegna hnémeiðsla," sagði Jan Paulsen, þjálfari Esbjerg-liðsins. „Anna spilaði með Siri Seglem í Noregi og það mun hjálpa henni að aðlagast öllu að hafa hana með sér við hlið. Það spillir ekki heldur fyrir að hún bæði talar og skilur dönsku," segir Paulsen. Siri Seglem er 26 ára norsk skytta sem spilaði með Önnu þegar hún var í eitt tímabil hjá norska liðinu Levanger. Paulsen segir Önnu koma til að hjálpa liðinu mikið og þá sérstaklega styrkja breiddina. „Hún er línumaður og helstu kostir hennar liggja í varnarleiknum þar sem hún vinnur vel saman með öðrum í liðinu og staðsetur sig mjög vel. Anna er líka hörkutól sem gefur ekki þumlung eftir," segir Jan Paulsen. Handbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er búinn að ganga frá öllum sínum málum hjá Team Esbjerg og spilar væntanlega sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið mætir Slagelse á útivelli. Esbjerg hefur tapað síðustu leikjum stór, með sextán mörkum á heimavelli á móti Viborg HK (21-37) og með sjö mörkum á útivelli á móti SK Aarhus (27-34) en bæði liðin eru meðal þriggja efstu liða í deildinni. Esbjerg-liðið er sem stendur í 7. sæti en mótherjar kvöldsins í Slagelse hafa tapað öllum sínum leikjum og sitja á botni deildarinnar. Það er fjallað um komu Önnu á heimasíðu félagsins og þar er meðal annars viðtal við þjálfaranum um íslensku landsliðskonuna. „Ég er mjög ánægður með að félaginu tókst að finna leikmann til að leysa af Rikke Zachariassen sem mun missa af öllu tímabilinu vegna hnémeiðsla," sagði Jan Paulsen, þjálfari Esbjerg-liðsins. „Anna spilaði með Siri Seglem í Noregi og það mun hjálpa henni að aðlagast öllu að hafa hana með sér við hlið. Það spillir ekki heldur fyrir að hún bæði talar og skilur dönsku," segir Paulsen. Siri Seglem er 26 ára norsk skytta sem spilaði með Önnu þegar hún var í eitt tímabil hjá norska liðinu Levanger. Paulsen segir Önnu koma til að hjálpa liðinu mikið og þá sérstaklega styrkja breiddina. „Hún er línumaður og helstu kostir hennar liggja í varnarleiknum þar sem hún vinnur vel saman með öðrum í liðinu og staðsetur sig mjög vel. Anna er líka hörkutól sem gefur ekki þumlung eftir," segir Jan Paulsen.
Handbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira