Viðskipti innlent

Svíar lána okkur mest Norðurlandaþjóða

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Lánssamningurinn við Noreg er á milli Seðlabanka landanna.
Lánssamningurinn við Noreg er á milli Seðlabanka landanna.
Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur íslenska ríkið tekið að láni jafnvirði 2,5 milljarða Bandaríkjadala hjá Svíum, Norðmönnum, Dönum og Finnum. Lánið jafngildir tæpum 318 milljörðum króna.

Lánasamningarnir við Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru milli íslenska ríkisins og þessara ríkja, en við Noreg er lánssamingurinn milli seðlabanka landanna.

Svíár lána stærstan hluta upphæðarinnar eða 28%, Danir og Norðmenn lána 27% og Finnar 18%.

Lánsféð verður greitt út í fjórum jöfnum greiðslum sem eru tengdar endurmati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á íslensku efnahagsáætluninni .

Heildarlánstíminn er 12 ár og eru fyrstu 5 árin afborganalaus og aðeins greiddir vextir af lánunum ársfjórðungslega.

Að 5 árum loknum verður höfuðstóll lánanna endurgreiddur í jöfnum greiðslum, ársfjórðungslega út lánstímann.

Að gerðum samningum við Norðurlandaþjóðir er þess freistað að ná samningum við Rússa og Pólverja um gjaldeyrislán til stuðnings efnahagsáætlun Íslands í samstarfi við AGS. Þessi tvö ríki gáfu í Nóvember í fyrra fyrirheit um slík lán að fjárhæð allt að 500 milljónum Bandaríkjadala frá Rússum og 200 milljónum Bandaríkjadala frá Pólverjum. Samningaviðræður við þessi ríki fara nú fram í góðum anda.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×