Erlent

Risahákarl við baðströnd í Ástralíu

Óli Tynes skrifar
Eins og sjá má hefur risahákarlinn tekið risabita úr sitthvorri síðu frænda síns.
Eins og sjá má hefur risahákarlinn tekið risabita úr sitthvorri síðu frænda síns.

Brimbrettasiglarar í Queensland í Ástralíu fara sér nú varlega eftir að merki sáust um risastóran hvítháf undan vinsælli baðströnd þar.

Upp komst um skrímslið eftir að það hafði bitið annan hvítháf næstum því í tvennt. Til þess að verja baðstrandargesti í Ástralíu eru settar niður baujur um fimmhundruð metra frá landi. Neðan úr þeim hanga krókar með beitu.

Þriggja metra hvítháfur tók einn krókinn og festist. Þá hefur skrímslið komið aðvífandi og telja yfirvöld að hann sé minnst sjö metra langur.

Hann gerði tvær atlögur að ættingja sínum sitt frá hvorri hliðinni og beit hann nánast í tvennt. Þótt ótrúlegt megi virðast var bitni háfurinn enn á lífi þegar hann var dreginn upp í bát sem hefur etirlit með baujunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×