Viðskipti innlent

Reykjavíkurborg og Akureyrarbær gera tugmilljóna samning við Papco

Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco.
Þórður Kárason, framkvæmdastjóri Papco.
Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa, með stuttu millibili, gert samkomulag við íslenska pappírsframleiðandann Papco um að sinna öllum þörfum þessara sveitarfélaga í klósettpappír, eldhúspappír og þurrkum ýmis konar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Papco.

Samningarnir eru til tveggja ára og líklegt verðmæti hleypur á tugum milljóna króna.

Samtals nota þessar tvær sveitastjórnir og stofnanir þeirra tugi tonna af pappír árlega.

Íslensk pappírsframleiðsla skapar störf og sparar umhverfið. Með því að flytja pappír til landsins í hráu formi og vinna úr honum hér sparast umtalsverður kostnaður við flutning. Einnig ýtir framleiðslan undir innlenda atvinnusköpun að fullvinna sem flestar neytendavörur hér á landi. Að lokum má benda á að Íslendingar valda síður útblæstri gróðurhúsalofttegunda með því að kaupa innlendan heimilispappír.

Skip sem flytja í gámum til landsins fullunninn pappír í neytendaumbúðum valda óþarfri mengun á umhverfi jarðarinnar. Með aukinni reynslu og betri tæknibúnaði hefur innlend framleiðsla á undanförnum árum svo til náð að ýta erlendum vörumerkjum úr hillum stórmarkaðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×