Innlent

Nýr skóli vígður í Grindavík

Frá vígslunni í dag. Mynd/Grindavíkurbær
Frá vígslunni í dag. Mynd/Grindavíkurbær
Hópsskóli, nýr grunnskóli í Grindavík, var vígður í dag við hátíðlega athöfn. Um 200 manns mættu á vígsluna, þar á meðal nemendurnir sem hefja störf eftir áramót og foreldrar þeirra.

Fram kemur í tilkynningu frá Grindavíkurbæ að um sé að ræða glæsilegt mannvirki og með tilkomu skólans verði bylting í skólastarfi bæjarfélaginu. Í Hópsskóla flytjast 1. og 2. bekkur um áramótin en skólinn verður svo fyrir 1. til 4 bekk en gamli grunnskólinn verður fyrir 5. til 10. bekk. Skólastarf hefst 4. janúar samkvæmt stundaskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×