Innlent

Óvíst hvort stjórnarráðsfrumvarp klárist fyrir þinglok

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinunn Valdís Óskarsdóttir er formaður allsherjarnefndar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir er formaður allsherjarnefndar.
Ekki er víst hvort Alþingi nái að ljúka við lagabreytingar vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands fyrir lok sumarþings, að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns Allsherjarnefndar.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs frá 10. maí síðastliðnum eru boðaðar víðtækar breytingar á verkefnum ráðuneyta sem og aðrar umbætur í ríkisrekstri. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem er fyrsti þátturinn í þeim stjórnkerfisumbótum sem ráðast þarf í á næstu mánuðum og árum. Þær snúast um tilfærslu verkefna milli ráðuneyta til þess að bæta stjórnsýslu en í kjölfarið er gert ráð fyrir að ráðist verði í breytingar á stofnanakerfinu sjálfu.

Allsherjarnefnd fundaði um málið í dag og fékk til sín ýmsa gesti úr stjórnkerfinu í tilefni af því. Steinunn Valdís segir óvíst hvort það takist að ljúka málinu fyrir lok sumarþingsins eða hvort fresta verði því fram á haust. Stefnt sé að því að sumar af þeim breytingum sem um er rætt taki gildi um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×