Innlent

Bíllinn kostaði fimm og hálfa milljón

Allir ráðherrabílar eru með sérstakt öryggis- og fjarskiptakerfi. Fréttablaðið/anton
Allir ráðherrabílar eru með sérstakt öryggis- og fjarskiptakerfi. Fréttablaðið/anton

Stjórnmál Starf fjármálaráðherra, starfsskipulag og umfang er það mikið og þess eðlis að nauðsynlegt er talið að hann hafi bílstjóra og ráðherrabifreið til afnota í þágu embættis síns, segir í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um ráðherrabíla.

Þá er einnig litið til öryggismála varðandi æðstu stjórn ríkisins. Í svarinu er þess jafnframt getið að samkvæmt skilyrðum lögregluyfirvalda eru allar bifreiðar ráðherra búnar sérstöku öryggis- og fjarskiptakerfi.

Þá segir í svari ráðuneytisins að í ljósi núverandi efnahagsástands verði ekki séð á þessu stigi að eðli starfa ráðherra breytist, nema þá helst að ráð megi gera fyrir auknu álagi á næstu misserum.

Ráðherrabíll fjármálaráðherra er af tegundinni BMW 530, árgerð 2005, svartur að lit. Kaupverð bifreiðarinnar var 5.453.000 krónur, að því er segir í svari fjármálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×