Innlent

Greiðslubyrði lána færð aftur fyrir hrun

Heimir Már Pétursson skrifar
Greiðslubyrði lána verður færð aftur fyrir hrun og það sem eftir stendur af lánum að lánstíma loknum verður afskrifað, samkvæmt aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnir á allra næstu dögum.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra boðaði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag að ríkisstjórnin myndi á næstu dögum kynna aðgerðir sínar til stuðnings skuldugum heimilum. Hann vildi hins vegar ekki fara nákvæmlega ofan í þessar aðgerðir fyrr en endanlega hefði verið gengið frá þeim.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður greiðslubyrði allra húsnæðis - og bílalána, hvort sem þau eru verðtryggð eða gengistryggð færð að því sem hún var tiltekinn dag áður en bankarnir og gengi krónunnar hrundu. Það sem eftir standi að lánstíma liðnum verði síðan afskrifað.

Ráðherra sagði tillögurnar taka mið af hagsmunum fólks og fjölskyldna en ekki hagsmuni fjármálastofnana og kröfueigenda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.