Innlent

Hvetja fólk til að passa sig á fíkniefnasmyglurum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan verður með virkt fíkniefnaeftirlit um næstu helgi. Mynd/ Rósa.
Lögreglan verður með virkt fíkniefnaeftirlit um næstu helgi. Mynd/ Rósa.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefst með svokölluðu Húkkaraballi á fimmtudag í næstu viku.

Af þessu tilefni hvetur lögreglan í Vestmannaeyjum almenning til að aðstoða lögregluna í baráttunni við fíkniefni og fíkniefnaneyslu. Hvetur lögreglan því fólk til að vera vakandi varðandi hugsanlegan flutning fíkniefna til Eyja fyrir Þjóðhátíðina.

Fólk er hvatt til að taka ekki með sér farangur eða pakka til Eyja, fyrir aðra, ef grunur leikur á að í þeim séu fíkniefni. Það sé þekkt leið til að koma fíkniefnum á milli landshluta að láta aðra bera þau fyrir sig og er fólk því hvatt til að vera á varðbergi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×