Timburmenn frjálshyggjunnar Jan Eric Jessen og Guðrún Axfjörð skrifar 8. október 2009 06:00 Þótt nú sé liðið ár frá því nýfrjálshyggjuveislunni miklu lauk, voru timburmenn hagræðingar í ríkisrekstri ekki kynntir til sögunnar fyrr en í liðinni viku. Til að taka með festu á þeim geigvænlega fjárlagahalla sem í stefnir á næstu árum hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnt blóðugasta niðurskurð í sögu lýðveldisins. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir niðurskurði og skattahækkunum sem alls nema um 115 milljörðum króna. Forvitnilegt væri að sjá hvernig helstu gestgjöfum nýfrjálshyggjuveislunnar yrði við, þyrftu þeir að taka til eftir partíið sjálfir. Sú síbylja yfirlýsinga formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem dunið hefur á eyrum landsmanna upp á síðkastið, gefur til kynna að ekki sé að fullu runnið af þeim eftir veisluna. Yfirlýsingarnar eru nefnilega flestar á þá lund að í stað þess að fara blandaða leið við hagræðingu í ríkisfjármálum eigi ekki að ganga jafn langt í skattahækkunum og ríkisstjórninni þykir þurfa. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur m.a.s. lýst því yfir að það þurfi alls ekkert að hækka skatta. Þetta þýðir væntanlega að væri hann fjármálaráðherra, myndi hann eingöngu beita niðurskurðarhnífnum til að ná settu marki. Ef hagræðingin yrði eingöngu í formi niðurskurðar, þyrfti að skera niður um 115 milljarða til að ná sama árangri og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Það myndi samsvara því að íslenska heilbrigðiskerfið yrði lagt niður í heild sinni og enn stæðu 2 milljarðar út af. Það er mjög gott að vita til þess að það fólk sem leiðir þessar hagræðingaraðgerðir hefur ávallt barist fyrir öflugu velferðarkerfi á Íslandi en eru ekki einstaklingar eða hópar sem líta á heilbrigðis- og menntakerfið sem óplægða markaðsakra. Þau sem þetta rita gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin gengur nú í verk sem ekki eru vinsæl. Við getum þó huggað okkur við það að þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki, ólíkt forverum sínum, að bjóða í brjálað partí á kostnað almennings í landinu. Jan Eric er formaður Ungra Vinstri grænna og Guðrún Axfjörð Elínardóttir er varaformaður Ungra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þótt nú sé liðið ár frá því nýfrjálshyggjuveislunni miklu lauk, voru timburmenn hagræðingar í ríkisrekstri ekki kynntir til sögunnar fyrr en í liðinni viku. Til að taka með festu á þeim geigvænlega fjárlagahalla sem í stefnir á næstu árum hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnt blóðugasta niðurskurð í sögu lýðveldisins. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir niðurskurði og skattahækkunum sem alls nema um 115 milljörðum króna. Forvitnilegt væri að sjá hvernig helstu gestgjöfum nýfrjálshyggjuveislunnar yrði við, þyrftu þeir að taka til eftir partíið sjálfir. Sú síbylja yfirlýsinga formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem dunið hefur á eyrum landsmanna upp á síðkastið, gefur til kynna að ekki sé að fullu runnið af þeim eftir veisluna. Yfirlýsingarnar eru nefnilega flestar á þá lund að í stað þess að fara blandaða leið við hagræðingu í ríkisfjármálum eigi ekki að ganga jafn langt í skattahækkunum og ríkisstjórninni þykir þurfa. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur m.a.s. lýst því yfir að það þurfi alls ekkert að hækka skatta. Þetta þýðir væntanlega að væri hann fjármálaráðherra, myndi hann eingöngu beita niðurskurðarhnífnum til að ná settu marki. Ef hagræðingin yrði eingöngu í formi niðurskurðar, þyrfti að skera niður um 115 milljarða til að ná sama árangri og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Það myndi samsvara því að íslenska heilbrigðiskerfið yrði lagt niður í heild sinni og enn stæðu 2 milljarðar út af. Það er mjög gott að vita til þess að það fólk sem leiðir þessar hagræðingaraðgerðir hefur ávallt barist fyrir öflugu velferðarkerfi á Íslandi en eru ekki einstaklingar eða hópar sem líta á heilbrigðis- og menntakerfið sem óplægða markaðsakra. Þau sem þetta rita gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin gengur nú í verk sem ekki eru vinsæl. Við getum þó huggað okkur við það að þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki, ólíkt forverum sínum, að bjóða í brjálað partí á kostnað almennings í landinu. Jan Eric er formaður Ungra Vinstri grænna og Guðrún Axfjörð Elínardóttir er varaformaður Ungra Vinstri grænna.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar