Timburmenn frjálshyggjunnar Jan Eric Jessen og Guðrún Axfjörð skrifar 8. október 2009 06:00 Þótt nú sé liðið ár frá því nýfrjálshyggjuveislunni miklu lauk, voru timburmenn hagræðingar í ríkisrekstri ekki kynntir til sögunnar fyrr en í liðinni viku. Til að taka með festu á þeim geigvænlega fjárlagahalla sem í stefnir á næstu árum hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnt blóðugasta niðurskurð í sögu lýðveldisins. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir niðurskurði og skattahækkunum sem alls nema um 115 milljörðum króna. Forvitnilegt væri að sjá hvernig helstu gestgjöfum nýfrjálshyggjuveislunnar yrði við, þyrftu þeir að taka til eftir partíið sjálfir. Sú síbylja yfirlýsinga formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem dunið hefur á eyrum landsmanna upp á síðkastið, gefur til kynna að ekki sé að fullu runnið af þeim eftir veisluna. Yfirlýsingarnar eru nefnilega flestar á þá lund að í stað þess að fara blandaða leið við hagræðingu í ríkisfjármálum eigi ekki að ganga jafn langt í skattahækkunum og ríkisstjórninni þykir þurfa. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur m.a.s. lýst því yfir að það þurfi alls ekkert að hækka skatta. Þetta þýðir væntanlega að væri hann fjármálaráðherra, myndi hann eingöngu beita niðurskurðarhnífnum til að ná settu marki. Ef hagræðingin yrði eingöngu í formi niðurskurðar, þyrfti að skera niður um 115 milljarða til að ná sama árangri og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Það myndi samsvara því að íslenska heilbrigðiskerfið yrði lagt niður í heild sinni og enn stæðu 2 milljarðar út af. Það er mjög gott að vita til þess að það fólk sem leiðir þessar hagræðingaraðgerðir hefur ávallt barist fyrir öflugu velferðarkerfi á Íslandi en eru ekki einstaklingar eða hópar sem líta á heilbrigðis- og menntakerfið sem óplægða markaðsakra. Þau sem þetta rita gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin gengur nú í verk sem ekki eru vinsæl. Við getum þó huggað okkur við það að þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki, ólíkt forverum sínum, að bjóða í brjálað partí á kostnað almennings í landinu. Jan Eric er formaður Ungra Vinstri grænna og Guðrún Axfjörð Elínardóttir er varaformaður Ungra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þótt nú sé liðið ár frá því nýfrjálshyggjuveislunni miklu lauk, voru timburmenn hagræðingar í ríkisrekstri ekki kynntir til sögunnar fyrr en í liðinni viku. Til að taka með festu á þeim geigvænlega fjárlagahalla sem í stefnir á næstu árum hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnt blóðugasta niðurskurð í sögu lýðveldisins. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir niðurskurði og skattahækkunum sem alls nema um 115 milljörðum króna. Forvitnilegt væri að sjá hvernig helstu gestgjöfum nýfrjálshyggjuveislunnar yrði við, þyrftu þeir að taka til eftir partíið sjálfir. Sú síbylja yfirlýsinga formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem dunið hefur á eyrum landsmanna upp á síðkastið, gefur til kynna að ekki sé að fullu runnið af þeim eftir veisluna. Yfirlýsingarnar eru nefnilega flestar á þá lund að í stað þess að fara blandaða leið við hagræðingu í ríkisfjármálum eigi ekki að ganga jafn langt í skattahækkunum og ríkisstjórninni þykir þurfa. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur m.a.s. lýst því yfir að það þurfi alls ekkert að hækka skatta. Þetta þýðir væntanlega að væri hann fjármálaráðherra, myndi hann eingöngu beita niðurskurðarhnífnum til að ná settu marki. Ef hagræðingin yrði eingöngu í formi niðurskurðar, þyrfti að skera niður um 115 milljarða til að ná sama árangri og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Það myndi samsvara því að íslenska heilbrigðiskerfið yrði lagt niður í heild sinni og enn stæðu 2 milljarðar út af. Það er mjög gott að vita til þess að það fólk sem leiðir þessar hagræðingaraðgerðir hefur ávallt barist fyrir öflugu velferðarkerfi á Íslandi en eru ekki einstaklingar eða hópar sem líta á heilbrigðis- og menntakerfið sem óplægða markaðsakra. Þau sem þetta rita gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin gengur nú í verk sem ekki eru vinsæl. Við getum þó huggað okkur við það að þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki, ólíkt forverum sínum, að bjóða í brjálað partí á kostnað almennings í landinu. Jan Eric er formaður Ungra Vinstri grænna og Guðrún Axfjörð Elínardóttir er varaformaður Ungra Vinstri grænna.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun