Timburmenn frjálshyggjunnar Jan Eric Jessen og Guðrún Axfjörð skrifar 8. október 2009 06:00 Þótt nú sé liðið ár frá því nýfrjálshyggjuveislunni miklu lauk, voru timburmenn hagræðingar í ríkisrekstri ekki kynntir til sögunnar fyrr en í liðinni viku. Til að taka með festu á þeim geigvænlega fjárlagahalla sem í stefnir á næstu árum hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnt blóðugasta niðurskurð í sögu lýðveldisins. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir niðurskurði og skattahækkunum sem alls nema um 115 milljörðum króna. Forvitnilegt væri að sjá hvernig helstu gestgjöfum nýfrjálshyggjuveislunnar yrði við, þyrftu þeir að taka til eftir partíið sjálfir. Sú síbylja yfirlýsinga formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem dunið hefur á eyrum landsmanna upp á síðkastið, gefur til kynna að ekki sé að fullu runnið af þeim eftir veisluna. Yfirlýsingarnar eru nefnilega flestar á þá lund að í stað þess að fara blandaða leið við hagræðingu í ríkisfjármálum eigi ekki að ganga jafn langt í skattahækkunum og ríkisstjórninni þykir þurfa. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur m.a.s. lýst því yfir að það þurfi alls ekkert að hækka skatta. Þetta þýðir væntanlega að væri hann fjármálaráðherra, myndi hann eingöngu beita niðurskurðarhnífnum til að ná settu marki. Ef hagræðingin yrði eingöngu í formi niðurskurðar, þyrfti að skera niður um 115 milljarða til að ná sama árangri og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Það myndi samsvara því að íslenska heilbrigðiskerfið yrði lagt niður í heild sinni og enn stæðu 2 milljarðar út af. Það er mjög gott að vita til þess að það fólk sem leiðir þessar hagræðingaraðgerðir hefur ávallt barist fyrir öflugu velferðarkerfi á Íslandi en eru ekki einstaklingar eða hópar sem líta á heilbrigðis- og menntakerfið sem óplægða markaðsakra. Þau sem þetta rita gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin gengur nú í verk sem ekki eru vinsæl. Við getum þó huggað okkur við það að þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki, ólíkt forverum sínum, að bjóða í brjálað partí á kostnað almennings í landinu. Jan Eric er formaður Ungra Vinstri grænna og Guðrún Axfjörð Elínardóttir er varaformaður Ungra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þótt nú sé liðið ár frá því nýfrjálshyggjuveislunni miklu lauk, voru timburmenn hagræðingar í ríkisrekstri ekki kynntir til sögunnar fyrr en í liðinni viku. Til að taka með festu á þeim geigvænlega fjárlagahalla sem í stefnir á næstu árum hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnt blóðugasta niðurskurð í sögu lýðveldisins. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir niðurskurði og skattahækkunum sem alls nema um 115 milljörðum króna. Forvitnilegt væri að sjá hvernig helstu gestgjöfum nýfrjálshyggjuveislunnar yrði við, þyrftu þeir að taka til eftir partíið sjálfir. Sú síbylja yfirlýsinga formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem dunið hefur á eyrum landsmanna upp á síðkastið, gefur til kynna að ekki sé að fullu runnið af þeim eftir veisluna. Yfirlýsingarnar eru nefnilega flestar á þá lund að í stað þess að fara blandaða leið við hagræðingu í ríkisfjármálum eigi ekki að ganga jafn langt í skattahækkunum og ríkisstjórninni þykir þurfa. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur m.a.s. lýst því yfir að það þurfi alls ekkert að hækka skatta. Þetta þýðir væntanlega að væri hann fjármálaráðherra, myndi hann eingöngu beita niðurskurðarhnífnum til að ná settu marki. Ef hagræðingin yrði eingöngu í formi niðurskurðar, þyrfti að skera niður um 115 milljarða til að ná sama árangri og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Það myndi samsvara því að íslenska heilbrigðiskerfið yrði lagt niður í heild sinni og enn stæðu 2 milljarðar út af. Það er mjög gott að vita til þess að það fólk sem leiðir þessar hagræðingaraðgerðir hefur ávallt barist fyrir öflugu velferðarkerfi á Íslandi en eru ekki einstaklingar eða hópar sem líta á heilbrigðis- og menntakerfið sem óplægða markaðsakra. Þau sem þetta rita gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin gengur nú í verk sem ekki eru vinsæl. Við getum þó huggað okkur við það að þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki, ólíkt forverum sínum, að bjóða í brjálað partí á kostnað almennings í landinu. Jan Eric er formaður Ungra Vinstri grænna og Guðrún Axfjörð Elínardóttir er varaformaður Ungra Vinstri grænna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar