Erlent

Telur ástæðu til að óttast um öryggi erfðagagna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Ástæða er til að óttast um öryggi þeirra viðkvæmu erfðafræðilegu gagna sem Íslensk erfðagreining hefur safnað og haft í sínum vörslum nú þegar sala fyrirtækisins stendur fyrir dyrum. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu breska blaðsins Times í morgun. Segir þar enn fremur að örlög fyrirtækisins, sem aldrei hafi skilað hagnaði þrátt fyrir að gera ýmsar uppgötvanir varðandi tengsl ýmissa sjúkdóma og erfða, hafi vakið nokkra umræðu um aðgengi að þeim gögnum sem fyrirtækið hafi í fórum sínum.

Rætt er við Dan Vorhaus, lögfræðing sem sérhæfir sig í réttarreglum um erfðaupplýsingar, og haft eftir honum að vissulega sé þetta áhyggjuefni og réttarstaðan alls ekki skýr. Eignarhald fyrirtækisins sé að breytast og þar með muni annað fólk en áður taka ákvarðanir um reksturinn. Þá sé nýi eigandinn fjárfestingarfyrirtæki en ekki vísindastofnun og óneitanlega hljóti það líka að hafa áhrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×