Innlent

Tveggja mánaða skilorð fyrir nefbrot

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nefbrjóta mann á tjaldstæðinu á Flúðum í júní. Mennirnir þekktust ekki en fyrir dómi sagðist árásarmaðurinn hafa verið áreittur af hinum og í framhaldinu hafi hann slegið hann á nefið með þeim afleiðingum að það brotnaði.

Sá sem fyrir árásinni varð krafðist hálfrar milljónar í bætur en dómara þótti hæfilegt að dæma árásarmanninn til þess að borga 200 þúsund krónur í bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×