Innlent

Rafmagnslaust á Vestfjörðum

Ísafjörður. Mynd úr safni.
Ísafjörður. Mynd úr safni.

Rafmagnið fór af Ísafirði fyrir stundu en að sögn lögreglunnar þá hefur engin hætta skapast vegna þess. Engin umferðarljós eru í bænum og ekkert útkall hefur borist vegna rafmagnsleysis.

Vonskuveður er á Vestfjörðum og má búast við því að rafmagnsleysið sé víðar.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni þá er það ekki óalgengt að rafmagn fari af bænum í vonskuveðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×