Handbolti

Kiel vann fyrri leikinn gegn Ciudad

Mynd/Vilhelm

Þýskalandsmeistarar Kiel unnu 39-34 sigur á Ciudad Real í fyrri leik liðanna í úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta í dag.

Leikurinn fór fram í Þýskalandi og var mjög sveiflukenndur. Í byrjun var útlit fyrir að Kiel myndi stinga af, því liðið komst í 7-2 og voru leikmenn liðsins klaufar að láta ekki kné fylgja kviði í byrjun.

Kiel hafði yfir 18-12 í hálfleik en spænska liðið sýndi gríðarlega seiglu og náði að jafna leikinn í stöðunni 32-32.

Það voru hinsvegar lærisveinar Alfreðs Gíslasonar sem reyndust sterkari á endasprettinum og tryggðu sér nauðsynlegt forskot fyrir síðari leikinn á Spáni.

Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Ciudad Real í leiknum en Filip Jicha skoraði níu mörk fyrir Kiel.

Síðari leikur liðanna verður á heimavelli Ciudad Real á Spáni um næstu helgi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×