Bjarni fær 800 milljónir afskrifaðar 9. september 2009 11:59 Bjarni Ármannsson. MYNd/Stefán Gliltnir þarf að afskrifa rúmar 800 milljónir króna vegna láns sem Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri bankans, tók til kaupa í norrænu fasteignafélagi. Skilanefndin tók fasteignafélagið yfir og seldi með miklum afföllum. DV fullyrðir í dag að Bjarni hafi komist að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um niðurfellingu á rúmlega 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélagsins Imagine Investments sem eru í eigu Bjarna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta rétt, nema að það var slitastjórn gamla Glitnis sem sá um samkomulagið. Ekki er þó enn búið að afskrifa skuldina. Bjarni segist í frétt DV hafa tekið lán hjá Glitni í lok árs 2007 til að fjármágna kaup sín á tólf prósenta hlut í Glitni Property Holding fyrir 970 milljónir króna, þar af hafi um 714 milljónir verið lán frá Glitni. Þá var liðið hálft ár síðan hann lét af störfum fyrir bankann, en virðist þó ekki hafa átt í vandræðum með að fá himinhá lán á þessum fyrrverandi vinnustað sínum. Þar sem kaup Bjarna fóru fram í gegnum eignarhaldsfélag er hann ekki í persónulegri ábyrgð fyrir láninu, sem er eingöngu veitt gegn veðum í hlutabréfunum sjálfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók skilanefnd Glitnis yfir bréf Bjarna í Glitni Property Holding, sem Glitnir banki átti auk þess helming í. Skilanefndin seldi síðan þetta norræna fasteignafélag skömmu síðar. Ekki fékkst uppgefið hvað skilanefndin fékk fyrir sölu bréfanna - en það mun þó ekki hafa verið nein draumaniðurstaða. Bjarni kveðst í DV hafa komist að samkomulagi við bankann, hann hafi borgað eitthvað - hversu mikið þetta eitthvað er vill hann ekki upplýsa - restin, líklega um 800 milljónir króna sitji eftir í gamla Glitni. Þess má geta að Bjarni seldi hlutabréf sín í Glitni þegar hann lét af störfum sem forstjóri, og var þá talið að hann hefði fengið uppundir sjö milljarða króna fyrir bréfin. Auk þess fékk hann myndarlega starfslokagreiðslu. Þess má einnig geta - fyrir þá sem renna hýru auga til slitastjórnar um niðurfellingu skulda - að almenningur er jú meira og minna í persónulegum ábyrgðum fyrir sínar skuldir, enda stofnað til þeirra á kennitölu einstaklinga en ekki einkahlutafélaga þar sem persónuleg ábyrgð eigenda er engin. DV hefur eftir Bjarna í dag að það væri náttúrulega bara óábyrgð meðferð á fé af sinni hálfu að borga skuldina. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Gliltnir þarf að afskrifa rúmar 800 milljónir króna vegna láns sem Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri bankans, tók til kaupa í norrænu fasteignafélagi. Skilanefndin tók fasteignafélagið yfir og seldi með miklum afföllum. DV fullyrðir í dag að Bjarni hafi komist að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um niðurfellingu á rúmlega 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélagsins Imagine Investments sem eru í eigu Bjarna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta rétt, nema að það var slitastjórn gamla Glitnis sem sá um samkomulagið. Ekki er þó enn búið að afskrifa skuldina. Bjarni segist í frétt DV hafa tekið lán hjá Glitni í lok árs 2007 til að fjármágna kaup sín á tólf prósenta hlut í Glitni Property Holding fyrir 970 milljónir króna, þar af hafi um 714 milljónir verið lán frá Glitni. Þá var liðið hálft ár síðan hann lét af störfum fyrir bankann, en virðist þó ekki hafa átt í vandræðum með að fá himinhá lán á þessum fyrrverandi vinnustað sínum. Þar sem kaup Bjarna fóru fram í gegnum eignarhaldsfélag er hann ekki í persónulegri ábyrgð fyrir láninu, sem er eingöngu veitt gegn veðum í hlutabréfunum sjálfum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók skilanefnd Glitnis yfir bréf Bjarna í Glitni Property Holding, sem Glitnir banki átti auk þess helming í. Skilanefndin seldi síðan þetta norræna fasteignafélag skömmu síðar. Ekki fékkst uppgefið hvað skilanefndin fékk fyrir sölu bréfanna - en það mun þó ekki hafa verið nein draumaniðurstaða. Bjarni kveðst í DV hafa komist að samkomulagi við bankann, hann hafi borgað eitthvað - hversu mikið þetta eitthvað er vill hann ekki upplýsa - restin, líklega um 800 milljónir króna sitji eftir í gamla Glitni. Þess má geta að Bjarni seldi hlutabréf sín í Glitni þegar hann lét af störfum sem forstjóri, og var þá talið að hann hefði fengið uppundir sjö milljarða króna fyrir bréfin. Auk þess fékk hann myndarlega starfslokagreiðslu. Þess má einnig geta - fyrir þá sem renna hýru auga til slitastjórnar um niðurfellingu skulda - að almenningur er jú meira og minna í persónulegum ábyrgðum fyrir sínar skuldir, enda stofnað til þeirra á kennitölu einstaklinga en ekki einkahlutafélaga þar sem persónuleg ábyrgð eigenda er engin. DV hefur eftir Bjarna í dag að það væri náttúrulega bara óábyrgð meðferð á fé af sinni hálfu að borga skuldina.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira