Gengi Storebrand hrapar eftir viðræðuslit um samruna 26. mars 2009 09:11 Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. Íslensk félög og bankar tengjast báðum þessum félögum. Kaupþing er sem stendur næststærsti hluthafinn í Storebrand með 5,5% hlut og Arion Custody, sem er í eigu Kaupþings er fjórði stærsti hluthafinn með 4,5% hlut. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði sig úr stjórn Storebrand skömmu eftir síðustu mánaðarmót. Exista seldi í vetur 8,7% hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige og leiddi það til þess að Gjendsidige jók eign sína í Storebrand upp í rúm 24%. Exista tapaði um 70 milljörðum kr. á þeirri sölu m.v. upphaflegt verið á hlutabréfunum. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni e24.no hafa væntingar manna um samruna þessara tveggja risa á norska tryggingarmarkaðinum gert það að verkum að hlutir í Storebrand hafa haldist uppi um langt skeið. Egil Thompson forstjóri hjá Storebrand segir í samtali við e24.no að þeir og Gjendsidige hafi talið rétt að fara út í samrunaviðræður til að sjá hvort dæmið gæti gengið upp. Þeim viðræðum sé nú lokið. Hann vildi ekki segja hvor aðilinn hefði slitið viðræðunum. Öystein Thoresen upplýsingafulltrúi Gjendsidige segir að að hann hafi engu að bæta við tilkynninguna frá því í morgun. Aðspurður um aukin kaup Gjendsidige á hlutum í Storebrand segir Thoresen að félagið líti á þau sem góða langtímafjárfestingu. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. Íslensk félög og bankar tengjast báðum þessum félögum. Kaupþing er sem stendur næststærsti hluthafinn í Storebrand með 5,5% hlut og Arion Custody, sem er í eigu Kaupþings er fjórði stærsti hluthafinn með 4,5% hlut. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði sig úr stjórn Storebrand skömmu eftir síðustu mánaðarmót. Exista seldi í vetur 8,7% hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige og leiddi það til þess að Gjendsidige jók eign sína í Storebrand upp í rúm 24%. Exista tapaði um 70 milljörðum kr. á þeirri sölu m.v. upphaflegt verið á hlutabréfunum. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni e24.no hafa væntingar manna um samruna þessara tveggja risa á norska tryggingarmarkaðinum gert það að verkum að hlutir í Storebrand hafa haldist uppi um langt skeið. Egil Thompson forstjóri hjá Storebrand segir í samtali við e24.no að þeir og Gjendsidige hafi talið rétt að fara út í samrunaviðræður til að sjá hvort dæmið gæti gengið upp. Þeim viðræðum sé nú lokið. Hann vildi ekki segja hvor aðilinn hefði slitið viðræðunum. Öystein Thoresen upplýsingafulltrúi Gjendsidige segir að að hann hafi engu að bæta við tilkynninguna frá því í morgun. Aðspurður um aukin kaup Gjendsidige á hlutum í Storebrand segir Thoresen að félagið líti á þau sem góða langtímafjárfestingu.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent