Indverskir kvikmyndagerðarmenn flykkjast til Íslands 21. ágúst 2009 07:00 Stórstjörnur frá Tollywood Trisha Krishnan er einhver vinsælasta leikkona Tollywood og hún er hér á landi að taka upp tónlistarmyndband fyrir nýjustu kvikmynd sína. Grétar Örvarsson er að sjálfsögðu leiðangursstjóri Indverjanna en þeir virðast vera áhugasamir um að koma hingað til Íslands og taka upp efni fyrir kvikmyndir sínar. „Þetta fólk er miklar stjörnur í sínu heimalandi. En er algjörlega laust við stjörnustæla," segir Elísabet Agnarsdóttir hjá Jöklum ehf. en hún hefur vart undan að taka við fyrirspurnum frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum sem vilja ólmir koma til landsins og taka upp efni fyrir kvikmyndir sínar. Á landinu er nú staddur nokkuð stór hópur frá Tollywood til að taka tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndina Namo Venkatesa í leikstjórn Srinus Vytla. Sem sagt hvorki Bollywood - sem er hvað frægast - né Kollywood en tökulið frá því héraði var statt hér á landi fyrir skemmstu eins og Fréttablaðið greindi frá. Tollywood er gælunafn yfir kvikmyndir frá Andhra Pradesh-héraðinu á Indlandi. Þar er töluð sérstök mállýska sem heitir Telegu og Tollywood dregur nafn sitt af. Tollywood á nokkur heimsmet í heimsmetabók Guinness, þar eru meðal annars framleiddar flestar kvikmyndir í heiminum á ári hverju og þar býr einnig sá leikari sem hefur leikið í flestum kvikmyndum í öllum heiminum eða alls 750. Þar er einnig stærsta kvikmyndaver í heimi og í Andhra Pradesh eru flest kvikmyndahús á Indlandi ef marka má wikipediu. Og hér á landi eru sem sagt tvær af skærustu stjörnum Tollywood; Venkatesh Daggubati, sem er margverðlaunaður leikari og nýtur mikillar hylli í Tollywood-kvikmyndageiranum, og svo Trisha Krishnan, einhver helsta þokkadís þessarar kvikmyndagerðar en móðir hennar er með í för og passar upp á að allt sé örugglega með felldu. Hópurinn frá Tollywood, sem er um tuttugu manns, hefur verið hér í heila viku og tekið upp efni fyrir tvö myndbönd við Skógafoss, Seljalandsfoss, Reynisdranga og Jökulsárlón, svo fátt eitt sé nefnt. Þau hafa reyndar verið á ferðalagi um alla Evrópu síðustu tuttugu daga til að taka upp borgarsenur fyrir myndina en Ísland leikur síðan aðalhlutverkið í tónlistarmyndböndunum. Elísabet segir að vinnulagið sé ekkert öðruvísi en það sem viðhaft var þegar Kollywood-liðið var hér á landi. Unnið sé frá morgni til kvölds. Reyndar gekk ekki allt eins og í sögu því tollurinn hleypti ekki öllum töskum Tollywood-fólksins í gegn og því varð uppi fótur og fit þegar einn kjóllinn varð eftir í Keflavík. Spurð hvort svona sparsamir kvikmyndagerðarmenn, sem setja það ekki fyrir sig að deila herbergjum, skili einhverjum gjaldeyri til landsins segir Elísabet svo vera. „Þetta eru einhverjir peningar." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Þetta fólk er miklar stjörnur í sínu heimalandi. En er algjörlega laust við stjörnustæla," segir Elísabet Agnarsdóttir hjá Jöklum ehf. en hún hefur vart undan að taka við fyrirspurnum frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum sem vilja ólmir koma til landsins og taka upp efni fyrir kvikmyndir sínar. Á landinu er nú staddur nokkuð stór hópur frá Tollywood til að taka tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndina Namo Venkatesa í leikstjórn Srinus Vytla. Sem sagt hvorki Bollywood - sem er hvað frægast - né Kollywood en tökulið frá því héraði var statt hér á landi fyrir skemmstu eins og Fréttablaðið greindi frá. Tollywood er gælunafn yfir kvikmyndir frá Andhra Pradesh-héraðinu á Indlandi. Þar er töluð sérstök mállýska sem heitir Telegu og Tollywood dregur nafn sitt af. Tollywood á nokkur heimsmet í heimsmetabók Guinness, þar eru meðal annars framleiddar flestar kvikmyndir í heiminum á ári hverju og þar býr einnig sá leikari sem hefur leikið í flestum kvikmyndum í öllum heiminum eða alls 750. Þar er einnig stærsta kvikmyndaver í heimi og í Andhra Pradesh eru flest kvikmyndahús á Indlandi ef marka má wikipediu. Og hér á landi eru sem sagt tvær af skærustu stjörnum Tollywood; Venkatesh Daggubati, sem er margverðlaunaður leikari og nýtur mikillar hylli í Tollywood-kvikmyndageiranum, og svo Trisha Krishnan, einhver helsta þokkadís þessarar kvikmyndagerðar en móðir hennar er með í för og passar upp á að allt sé örugglega með felldu. Hópurinn frá Tollywood, sem er um tuttugu manns, hefur verið hér í heila viku og tekið upp efni fyrir tvö myndbönd við Skógafoss, Seljalandsfoss, Reynisdranga og Jökulsárlón, svo fátt eitt sé nefnt. Þau hafa reyndar verið á ferðalagi um alla Evrópu síðustu tuttugu daga til að taka upp borgarsenur fyrir myndina en Ísland leikur síðan aðalhlutverkið í tónlistarmyndböndunum. Elísabet segir að vinnulagið sé ekkert öðruvísi en það sem viðhaft var þegar Kollywood-liðið var hér á landi. Unnið sé frá morgni til kvölds. Reyndar gekk ekki allt eins og í sögu því tollurinn hleypti ekki öllum töskum Tollywood-fólksins í gegn og því varð uppi fótur og fit þegar einn kjóllinn varð eftir í Keflavík. Spurð hvort svona sparsamir kvikmyndagerðarmenn, sem setja það ekki fyrir sig að deila herbergjum, skili einhverjum gjaldeyri til landsins segir Elísabet svo vera. „Þetta eru einhverjir peningar." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira