Flutti til Rússlands rétt fyrir kyrrsetningu Valur Grettisson skrifar 30. apríl 2009 12:35 Magnús Þorsteinsson, flutti til Rússlands stuttu áður en Straumur krafðist gjaldþrots. Auðmaðurinnn Magnús Þorsteinsson færði lögheimili sitt til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Það var lögfræðingur sóknaraðila, Gísli Guðni Hall sem benti á þetta í aðalmeðferð málsins sem fór fram í morgun. Ástæðan fyrir gjaldþrotakröfunni er sú að fjárfestingafélagið BOM ehf tók tólfhundruð milljón króna lán til þess að kaupa hlut í Icelandic Group. Lánið var veitt árið 2005. Upprunalegir lántakendur voru þeir Baldur Guðnason og Steingrímur H. Pétursson, eigendur Sjafnar. Það var svo árið 2007 sem Magnús keypti BOM og skrifaði undir sjálfskuldarábyrg upp á 930 milljónir króna. Lögfræðingur Magnúsar, Benedikt Ólafsson, hélt því fram í héraðsdómi í morgun að bankinn hefði gert samkomulag við Magnús um að hann þyrfti ekki að borga peninginn, þrátt fyrir sjálfskuldaábyrgðina. Hann segist hafa undir höndum tölvupósta milli Magnúsar við stjórnanda bankans sem staðfesti þetta. Svo virðist sem ábyrgð Magnúsar upp á tæpan milljarð hafi verið málamyndunargjörningur. Sjálfur telur lögmaður Magnúsar að krafan sé óréttmæt. Krafa lögmanns Straums Burðarás var sú að eignir Magnúsar yrðu kyrrsettar. Þá kom í ljós að það er að öllum líkindum of seint því hann flutti lögheimili sitt til Rússlands. Sjálfur hélt Gísli því fram í héraði að það hefði hann gert örstuttu áður en málið var tekið fyrir. Þess má geta að fyrrum eigandi fjárfestingabankans Straums var Björgólfur Thor Björgólfsson auk föður hans Björgólfs Björgólfssonar. Magnús og Björgólfarnir högnuðust gríðarlega úti í Rússlandi á tíunda áratugnum þegar þeir keyptu og ráku saman bjórverksmiðju. Niðurstaða dómara um kyrrsetningu eigna Magnúsar og hvort bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta, mun liggja fyrir á mánudaginn. Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Auðmaðurinnn Magnús Þorsteinsson færði lögheimili sitt til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Það var lögfræðingur sóknaraðila, Gísli Guðni Hall sem benti á þetta í aðalmeðferð málsins sem fór fram í morgun. Ástæðan fyrir gjaldþrotakröfunni er sú að fjárfestingafélagið BOM ehf tók tólfhundruð milljón króna lán til þess að kaupa hlut í Icelandic Group. Lánið var veitt árið 2005. Upprunalegir lántakendur voru þeir Baldur Guðnason og Steingrímur H. Pétursson, eigendur Sjafnar. Það var svo árið 2007 sem Magnús keypti BOM og skrifaði undir sjálfskuldarábyrg upp á 930 milljónir króna. Lögfræðingur Magnúsar, Benedikt Ólafsson, hélt því fram í héraðsdómi í morgun að bankinn hefði gert samkomulag við Magnús um að hann þyrfti ekki að borga peninginn, þrátt fyrir sjálfskuldaábyrgðina. Hann segist hafa undir höndum tölvupósta milli Magnúsar við stjórnanda bankans sem staðfesti þetta. Svo virðist sem ábyrgð Magnúsar upp á tæpan milljarð hafi verið málamyndunargjörningur. Sjálfur telur lögmaður Magnúsar að krafan sé óréttmæt. Krafa lögmanns Straums Burðarás var sú að eignir Magnúsar yrðu kyrrsettar. Þá kom í ljós að það er að öllum líkindum of seint því hann flutti lögheimili sitt til Rússlands. Sjálfur hélt Gísli því fram í héraði að það hefði hann gert örstuttu áður en málið var tekið fyrir. Þess má geta að fyrrum eigandi fjárfestingabankans Straums var Björgólfur Thor Björgólfsson auk föður hans Björgólfs Björgólfssonar. Magnús og Björgólfarnir högnuðust gríðarlega úti í Rússlandi á tíunda áratugnum þegar þeir keyptu og ráku saman bjórverksmiðju. Niðurstaða dómara um kyrrsetningu eigna Magnúsar og hvort bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta, mun liggja fyrir á mánudaginn.
Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira