Stjórn JJB Sports reynir að finna þann sem keypti hlut Kaupþings 14. apríl 2009 08:28 Stjórn JJB Sports hefur sent bréf til allra hluthafa í sportvöruverslanakeðjunni með kröfu um að þeir upplýsi hvort þeir hafi keypt ráðandi hlut í keðjunni. Stjórnin er að reyna að finna út hver hafi eignast hlut þann sem Kaupþing seldi nýlega í keðjunni. Forsaga málsins er í suttu máli sú að Kaupþing tók yfir 23% hlut Chris Ronnie í JJB Sports með veðkalli fyrr í vetur. Þessi hlutur var síðan seldur til Crédit Agricole International í lok síðasta mánaðar. Crédit Agricole seldi síðan 13% sama dag til Monecor. Hinsvegar er á huldu hvar hin 10% höfnuðu. Í frétt um málið í Financial Times segir að ekki sé bara á huldu hver keypti fyrrgreind 10% heldur einnig fyrir hvern Monecor var að kaupa 13%. Meðal þeirra sem fengið hafa bréf frá lögmönnum JJB Sports er Mike Ashley forstjóra Sports Direct en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann hafi fest kaup á öllum 23%. Ashley, sem er eigandi fótboltaliðsins Newcastle barðist við David Whelan eigenda liðsins Wigan Atlethic um yfirráðin í JJB Sports í síðasta mánuði. Stjórn JJB Sports segir áríðandi að eignarhaldið liggi fyrir áður en hluthafafundur tekur afstöðu til samnings við leigusala JJB Sports síðar í mánuðinum. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn JJB Sports hefur sent bréf til allra hluthafa í sportvöruverslanakeðjunni með kröfu um að þeir upplýsi hvort þeir hafi keypt ráðandi hlut í keðjunni. Stjórnin er að reyna að finna út hver hafi eignast hlut þann sem Kaupþing seldi nýlega í keðjunni. Forsaga málsins er í suttu máli sú að Kaupþing tók yfir 23% hlut Chris Ronnie í JJB Sports með veðkalli fyrr í vetur. Þessi hlutur var síðan seldur til Crédit Agricole International í lok síðasta mánaðar. Crédit Agricole seldi síðan 13% sama dag til Monecor. Hinsvegar er á huldu hvar hin 10% höfnuðu. Í frétt um málið í Financial Times segir að ekki sé bara á huldu hver keypti fyrrgreind 10% heldur einnig fyrir hvern Monecor var að kaupa 13%. Meðal þeirra sem fengið hafa bréf frá lögmönnum JJB Sports er Mike Ashley forstjóra Sports Direct en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann hafi fest kaup á öllum 23%. Ashley, sem er eigandi fótboltaliðsins Newcastle barðist við David Whelan eigenda liðsins Wigan Atlethic um yfirráðin í JJB Sports í síðasta mánuði. Stjórn JJB Sports segir áríðandi að eignarhaldið liggi fyrir áður en hluthafafundur tekur afstöðu til samnings við leigusala JJB Sports síðar í mánuðinum.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira