Viðskipti innlent

Ótti við að Alþingi hafni Icesave til umfjöllunar í erlendum miðlum

Erlendir fjölmiðlar fjalla um þann ótta sem ríkir meðal breskra innistæðueigenda að Alþingi hafni Icesave samkomulaginu. Í vefútgáfu Daily Mail er skrifað að Alþingi muni kjósa um samkomulagið í vikunni og hætta sé á að því verði hafnað.

Á vefsíðunni stendur að ef að samkomulagið sem gert hefur verið við Breta og Hollendinga verði ekki samþykkt séu Íslendingar að koma af stað mikilli beiskju í samskiptum landsins og alþjóðasamfélagsins.

Einnig segir að Ísland treysti á lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og sé einnig að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hvort tveggja sé í hættu ef að Ísland „stendur ekki við skuldbindingar sínar."

Viðskiptavefsíðan Thisismoney.co.uk tekur í svipaðan streng. Þar stendur að stjórnmálaskýrendur telji að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild sé ekki líkleg til að fá mikinn stuðning fyrr en Icesave-samkomulagið hefur verið greypt í stein, Alþingi sé þó þrátt fyrir allt líklegt til að hafna samkomulaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×