Bouton kveður risabankann 30. apríl 2009 04:30 Fyrrverandi forstjóri franska bankans Societe Generale segist hafa sætt vægðarlausri gagnrýni vegna hrakfara bankans síðasta árið. Fréttablaðið/AP Daniel Bouton, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarformaður franska risabankans Societe Generale, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næsta mánuði. Ástæðurnar segir hann vægðarlausa gagnrýni á störf sín. Bouton sat í bankastjórastólnum þegar mál verðbréfamiðlarans Jerome Kerviels komst upp en það er það bíræfnasta í sögu verðbréfabrota innan bankageirans ef frá er talin svikamylla Bernie Madoffs. Verðbréfaviðskipti Kerviels voru langt út yfir heimildir. Grunur hefur leikið á að stjórn bankans hafi verið kunnugt um brotin en lokað augunum fyrir þeim þegar bankinn hagnaðist á þeim. Á endanum tapaði bankinn 4,9 milljörðum evra vegna þessa, tæpum 500 milljörðum íslenskra króna á þeim tíma þegar málið komst upp í janúar í fyrra. Bankinn hefur síðan þá glímt við verulega fjárhagserfiðleika og varð að leita til franskra stjórnvalda eftir 1,7 milljarða evra láni. Bouton stóð upp úr forstjórastólnum vegna málsins fyrir ári og tók við stjórnarformennsku. Hann fær engar starfslokagreiðslur, að sögn breska ríkisútvarpsins. Kerviel sat í fangelsi í tæpa tvo mánuði í fyrravor. Hann gengur nú laus því enn er verið að rannsaka mál hans. - jab Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Daniel Bouton, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarformaður franska risabankans Societe Generale, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næsta mánuði. Ástæðurnar segir hann vægðarlausa gagnrýni á störf sín. Bouton sat í bankastjórastólnum þegar mál verðbréfamiðlarans Jerome Kerviels komst upp en það er það bíræfnasta í sögu verðbréfabrota innan bankageirans ef frá er talin svikamylla Bernie Madoffs. Verðbréfaviðskipti Kerviels voru langt út yfir heimildir. Grunur hefur leikið á að stjórn bankans hafi verið kunnugt um brotin en lokað augunum fyrir þeim þegar bankinn hagnaðist á þeim. Á endanum tapaði bankinn 4,9 milljörðum evra vegna þessa, tæpum 500 milljörðum íslenskra króna á þeim tíma þegar málið komst upp í janúar í fyrra. Bankinn hefur síðan þá glímt við verulega fjárhagserfiðleika og varð að leita til franskra stjórnvalda eftir 1,7 milljarða evra láni. Bouton stóð upp úr forstjórastólnum vegna málsins fyrir ári og tók við stjórnarformennsku. Hann fær engar starfslokagreiðslur, að sögn breska ríkisútvarpsins. Kerviel sat í fangelsi í tæpa tvo mánuði í fyrravor. Hann gengur nú laus því enn er verið að rannsaka mál hans. - jab
Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent