Innlent

Öryggisvörður yfirbugaði innbrotsþjóf

Brotist var inn í leikskólann Rofaborg í nótt. Öryggisvörður frá Öryggismiðstöðinni var snöggur á staðinn og sá brotna rúðu, stuttu síðar var öryggisvörðurinn búinn að yfirbuga mann í nýbyggingu skólans. Mikið var búið að róta til í hillum á staðnum, en ekki búið að vinna skemmdir á öðru en rúðunni. Lögreglan kom á staðinn og handtók innbrotsþjófinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×