Erlent

Elsta kona Bandaríkjanna er stuðningsmaður Boston Red Sox

Frá Bandaríkjunum.
Frá Bandaríkjunum.
Mary Josephine Ray sem talin er vera elsta núlifandi kona Bandaríkjanna er mikill stuðningsmaður hafnaboltaliðsins Boston Red Sox. Mary fæddist 17. maí 1895 og er því 114 ára gömul. Japanska konan Kama Chinen sem er sögð elsta kona heims fæddist í byrjun maí sama ár. Mary, sem er búsett í New Hampshire, veit um fátt betra en ís og súkkulaðikossana frá Hershey's.

Mary var lengi vel þriðja elsta kona Bandaríkjanna en á tveimur mánuðum hefur það breyst. Nú síðast þegar Gertrude Baines lést síðastliðinn föstudag í Los Angeles en hún var elsta kona landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×