Segir FME hafa sofið illa á verðinum gagnvart Samson 30. september 2009 11:11 Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. „Sérstaklega er vikið að því að bæði Samson og Landsbankinn hafi brugðist vel við ábendingum um að tryggja verði að Samson, sem stór eigandi bankans, hafi ekki annan hag af eign sinni en aðrir hluthafar. Þarna er að sjálfsögðu átt við að Samson megi ekki nýta afl sitt í bankanum til að beita Landsbankanum með sér eða skyldum aðilum í fjárfestingum," segir Ólafur Arnarson. „Þá er sérstaklega tekið fram í matinu, að FME hafi víðtækar heimildir til viðvarandi eftirlits. Ekki er hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að það hafi verið ætlun FME að fylgjast vel með því að Samson stæði við sitt og að Landsbankinn færi ekki út af sporinu." Ólafur rekur svo kaup Samson á sínum hlut sinn í Landsbankanum fyrir 10 milljarða kr. árið 2003. Eins og síðar hefur komið fram var megnið af kaupverðinu fengið með láni frá Búnaðarbankanum. Láni sem Kaupþing er nú að reyna að innheimta hjá Björgólfsfeðgum. „Hlaupum nú aðeins yfir sögu fram til nóvember 2008. Þá var óskað eftir gjaldþrotaskiptum á Samson. Kröfur í félagið námu yfir 100 milljörðum, eða meira en tíföldu kaupverðinu á Landsbankanum. Eignir voru hverfandi," segir Ólafur. „Hvernig gat félag, sem hafði þann eina tilgang að eiga og halda utan um hlutafjáreign í Landsbankanum, sem kostaði 10 milljarða, verið komið með skuldir upp á meira en 100 milljarða rúmum 5 árum síðar? Hvar var FME á meðan á þessu stóð? Hvar var FME þegar eigendur Samson sölsuðu undir sig Eimskip og notuðu Landsbankann til fjármögnunar og sem meðfjárfesti? Hvar var FME þegar Samson keypti stóran hlut í eignarhaldsfélaginu MGM, sem átti stóran hlut í Árvakri, á yfirverði í júní 2008?" Þetta eru spurningar sem krefjast svara en Ólafur væntir þess að einhver svör fáist þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu sinni í nóvember. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. „Sérstaklega er vikið að því að bæði Samson og Landsbankinn hafi brugðist vel við ábendingum um að tryggja verði að Samson, sem stór eigandi bankans, hafi ekki annan hag af eign sinni en aðrir hluthafar. Þarna er að sjálfsögðu átt við að Samson megi ekki nýta afl sitt í bankanum til að beita Landsbankanum með sér eða skyldum aðilum í fjárfestingum," segir Ólafur Arnarson. „Þá er sérstaklega tekið fram í matinu, að FME hafi víðtækar heimildir til viðvarandi eftirlits. Ekki er hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að það hafi verið ætlun FME að fylgjast vel með því að Samson stæði við sitt og að Landsbankinn færi ekki út af sporinu." Ólafur rekur svo kaup Samson á sínum hlut sinn í Landsbankanum fyrir 10 milljarða kr. árið 2003. Eins og síðar hefur komið fram var megnið af kaupverðinu fengið með láni frá Búnaðarbankanum. Láni sem Kaupþing er nú að reyna að innheimta hjá Björgólfsfeðgum. „Hlaupum nú aðeins yfir sögu fram til nóvember 2008. Þá var óskað eftir gjaldþrotaskiptum á Samson. Kröfur í félagið námu yfir 100 milljörðum, eða meira en tíföldu kaupverðinu á Landsbankanum. Eignir voru hverfandi," segir Ólafur. „Hvernig gat félag, sem hafði þann eina tilgang að eiga og halda utan um hlutafjáreign í Landsbankanum, sem kostaði 10 milljarða, verið komið með skuldir upp á meira en 100 milljarða rúmum 5 árum síðar? Hvar var FME á meðan á þessu stóð? Hvar var FME þegar eigendur Samson sölsuðu undir sig Eimskip og notuðu Landsbankann til fjármögnunar og sem meðfjárfesti? Hvar var FME þegar Samson keypti stóran hlut í eignarhaldsfélaginu MGM, sem átti stóran hlut í Árvakri, á yfirverði í júní 2008?" Þetta eru spurningar sem krefjast svara en Ólafur væntir þess að einhver svör fáist þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu sinni í nóvember.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira