Segir FME hafa sofið illa á verðinum gagnvart Samson 30. september 2009 11:11 Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. „Sérstaklega er vikið að því að bæði Samson og Landsbankinn hafi brugðist vel við ábendingum um að tryggja verði að Samson, sem stór eigandi bankans, hafi ekki annan hag af eign sinni en aðrir hluthafar. Þarna er að sjálfsögðu átt við að Samson megi ekki nýta afl sitt í bankanum til að beita Landsbankanum með sér eða skyldum aðilum í fjárfestingum," segir Ólafur Arnarson. „Þá er sérstaklega tekið fram í matinu, að FME hafi víðtækar heimildir til viðvarandi eftirlits. Ekki er hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að það hafi verið ætlun FME að fylgjast vel með því að Samson stæði við sitt og að Landsbankinn færi ekki út af sporinu." Ólafur rekur svo kaup Samson á sínum hlut sinn í Landsbankanum fyrir 10 milljarða kr. árið 2003. Eins og síðar hefur komið fram var megnið af kaupverðinu fengið með láni frá Búnaðarbankanum. Láni sem Kaupþing er nú að reyna að innheimta hjá Björgólfsfeðgum. „Hlaupum nú aðeins yfir sögu fram til nóvember 2008. Þá var óskað eftir gjaldþrotaskiptum á Samson. Kröfur í félagið námu yfir 100 milljörðum, eða meira en tíföldu kaupverðinu á Landsbankanum. Eignir voru hverfandi," segir Ólafur. „Hvernig gat félag, sem hafði þann eina tilgang að eiga og halda utan um hlutafjáreign í Landsbankanum, sem kostaði 10 milljarða, verið komið með skuldir upp á meira en 100 milljarða rúmum 5 árum síðar? Hvar var FME á meðan á þessu stóð? Hvar var FME þegar eigendur Samson sölsuðu undir sig Eimskip og notuðu Landsbankann til fjármögnunar og sem meðfjárfesti? Hvar var FME þegar Samson keypti stóran hlut í eignarhaldsfélaginu MGM, sem átti stóran hlut í Árvakri, á yfirverði í júní 2008?" Þetta eru spurningar sem krefjast svara en Ólafur væntir þess að einhver svör fáist þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu sinni í nóvember. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. „Sérstaklega er vikið að því að bæði Samson og Landsbankinn hafi brugðist vel við ábendingum um að tryggja verði að Samson, sem stór eigandi bankans, hafi ekki annan hag af eign sinni en aðrir hluthafar. Þarna er að sjálfsögðu átt við að Samson megi ekki nýta afl sitt í bankanum til að beita Landsbankanum með sér eða skyldum aðilum í fjárfestingum," segir Ólafur Arnarson. „Þá er sérstaklega tekið fram í matinu, að FME hafi víðtækar heimildir til viðvarandi eftirlits. Ekki er hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að það hafi verið ætlun FME að fylgjast vel með því að Samson stæði við sitt og að Landsbankinn færi ekki út af sporinu." Ólafur rekur svo kaup Samson á sínum hlut sinn í Landsbankanum fyrir 10 milljarða kr. árið 2003. Eins og síðar hefur komið fram var megnið af kaupverðinu fengið með láni frá Búnaðarbankanum. Láni sem Kaupþing er nú að reyna að innheimta hjá Björgólfsfeðgum. „Hlaupum nú aðeins yfir sögu fram til nóvember 2008. Þá var óskað eftir gjaldþrotaskiptum á Samson. Kröfur í félagið námu yfir 100 milljörðum, eða meira en tíföldu kaupverðinu á Landsbankanum. Eignir voru hverfandi," segir Ólafur. „Hvernig gat félag, sem hafði þann eina tilgang að eiga og halda utan um hlutafjáreign í Landsbankanum, sem kostaði 10 milljarða, verið komið með skuldir upp á meira en 100 milljarða rúmum 5 árum síðar? Hvar var FME á meðan á þessu stóð? Hvar var FME þegar eigendur Samson sölsuðu undir sig Eimskip og notuðu Landsbankann til fjármögnunar og sem meðfjárfesti? Hvar var FME þegar Samson keypti stóran hlut í eignarhaldsfélaginu MGM, sem átti stóran hlut í Árvakri, á yfirverði í júní 2008?" Þetta eru spurningar sem krefjast svara en Ólafur væntir þess að einhver svör fáist þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu sinni í nóvember.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira