Handbolti

Þorgerður úr leik hjá Stjörnunni

Atli Hilmarsson verður án dóttur sinnar Þorgerðar Önnu í úrslitaleiknum á laugardaginn
Atli Hilmarsson verður án dóttur sinnar Þorgerðar Önnu í úrslitaleiknum á laugardaginn Mynd/Anton Brink

Þorgerður Anna Atladóttir verður fjarri góðu gamni í úrslitaleik Stjörnunnar og FH í Eimskipsbikarnum á laugardaginn.

Hún fór í segulómskoðun í morgun eftir að hafa meiðst á ökkla í leik með þriðja flokki Stjörnunnar um helgina.

Vísir hitti föður hennar og þjálfara Atla Hilmarsson í hádeginu, en hafði hann nýlokið við að fylgja dóttur sinni undir læknishendur.

"Hún fór í segulómskoðun í morgun og það eru allar líkur á því að þetta séu slitin liðbönd. Þessi ómskoðun ætti að skera alveg úr um það hvað þetta er alvarlegt, en samkvæmt bæklunarlækni gætu þetta verið allt frá þremur vikum upp í þrjá mánuði. Það er því alveg hægt að afskrifa hana um helgina," sagði Atli.

Þetta eru eðlilega vonbrigði fyrir hina 16 ára gömlu Þorgerði sem hefur farið mikinn með ungu liði Stjörnunnar í vetur.

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir hana því hún er að missa af úrslitaleik í meistaraflokki og úrslitaleik í þriðja flokki og svo missir hún af ferð með 17 ára landsliðinu í Evrópukeppni í næstu viku. Aðalatriðið er að hún nái sér og liðið verður bara að vinna þetta fyrir hana um helgina," sagði Atli.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×