Innlent

Skólaakstur dýr í sveitahreppum

Skólaakstur kostar Skaftárhrepp árlega um 700 þúsund krónur að jafnaði á hvert barn. Litlar skatttekjur sveitarfélagsins takmarka möguleika þess til að spyrna gegn fólksfækkun.

Við höfum að undanförnu fjallað um ískyggilega byggðaþróun í dreifbýli á suðaustanverðu landinu, einkum fækkun barna og barnafjölskyldna. Fyrir viðkomandi sveitarfélög þýðir slík þróun færri skattgreiðendur og óhagkvæmari rekstur, eins og dæmið um skólaaksturinn í Skaftárhreppi sýnir.

Til að aka 31 barni í skólann á Klaustri þarf 4 skólabíla, einn fer í Álftaver, annar í Skaftártungu, þriðji í Meðalland og Landbrot og sá fjórði sækir börnin í Fljótshverfi og á Síðu. Skólaaksturinn kostar hreppinn 22 milljónir króna á ári, um 700 þúsund krónur á hvert barn.

Í fámennari sveitarfélögum duga skatttekjur af íbúum hvergi nærri til að ná endum saman. Þau treysta á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga en þaðan kemur um þriðjungur tekna Skaftárhrepps. Oddvitinn, Jóna Sigurbjartsdóttir, viðurkennir að möguleikar hreppsins til að snúa við fólksfækkun séu takmarkaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×