Rektor Landbúnaðarháskólans: Skólinn var sveltur Gunnar Örn Jónsson skrifar 25. júní 2009 14:55 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Mynd af heimasíðu Landbúnaðarháskólans Landbúnaðarháskóli Íslands kom einna verst út úr úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu 50 valinna stofnana í eigu ríkisins. Gert er ráð fyrir að halli á fjárlögum háskólans í lok þessa árs nemi um 265 milljónum króna eða 47% af fjárheimild skólans. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, sagði í samtali við Vísi að skólinn hafi verið sveltur um áraraðir. Ágúst segir að það sé nokkuð ljóst að hallinn sé mjög mikill en það hafi verið vitað mál að skólinn stæði illa fjárhagslega séð. Rekstraráætlun skólans var samþykkt og var gert ráð fyrir slíkum halla í þeirri áætlun. „Skólinn hefur verið undirfjármagnaður um 10% í mörg ár. Háskólinn á Akureyri var í svipaðri stöðu og við, þeir fengu aukafjárveitingu upp á 233,5 milljónir en við höfum ekki fengið neinar aukafjárveitingar," segir Ágúst. Ennfremur segir Ágúst: „Það er mikilvægt í þessu ljósi að þessi halli okkar er skuldir við ríkissjóð en ekki einhverjar skuldir við lánastofnanir vegna óreiðu á fjármálum skólans. Málið er einfaldlega það að við höfum haft mjög takmarkaða fjármuni til að spila úr og þar með reka háskólann á eðlilegum forsendum." „Við vorum skilin eftir þegar fjárlög voru ákveðin sl. haust. Stjórnvöld vissu af þessum halla og við höfum beitt öllum ráðum til að spara. Ástæðu hallans má auk þess rekja til þess að hér var stofnaður Landbúnaðarháskóli þann 1. janúar 2005 með því að sameina þrjár stofnanir. Til að stofna háskóla þá þarf frekara fjármagn en var til staðar á þeim tíma,“ segir rektorinn. „Hallanum linnir ekki fyrr en við fáum auka fjárveitingar, ef það gerist ekki eru stórkostlega breytingar væntanlegar á rekstri skólans, það er ekki möguleiki til frekari sparnaðar við óbreyttar aðstæður," sagði Ágúst. Ágúst telur ennfremur að sameining háskóla leysi ekki allan vandann, hins vegar eru tækifæri með verulegri samþættingu við Háskóla Íslands. „Það hefur verið starfandi nefnd varðandi fýsileika á sameiningu við Háskóla Íslands en við munum fyrst kynna niðurstöður þeirra viðræðna fyrir menntamálaráðherra áður en þær upplýsingar verða gerðar opinberar," sagði Ágúst. Aðspurður um það hvort hann myndi sækjast eftir áframhaldandi stöðu rektors Landbúnaðarháskólans, sagði Ágúst: „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það en við þurfum klárlega frekara fjármagn og með áframhaldandi fjársvelti á ég ekki von á að starfa hér áfram.“ Tengdar fréttir Kallar á tafarlausar aðgerðir hjá átta ríkistofnunum Fjárhagsstaða átta ríkisstofnana er svo alvarleg að ástæða er til að bregðast tafarlaust við. Verst er hún þó hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Námsmatsstofnun. 25. júní 2009 12:23 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Landbúnaðarháskóli Íslands kom einna verst út úr úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu 50 valinna stofnana í eigu ríkisins. Gert er ráð fyrir að halli á fjárlögum háskólans í lok þessa árs nemi um 265 milljónum króna eða 47% af fjárheimild skólans. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, sagði í samtali við Vísi að skólinn hafi verið sveltur um áraraðir. Ágúst segir að það sé nokkuð ljóst að hallinn sé mjög mikill en það hafi verið vitað mál að skólinn stæði illa fjárhagslega séð. Rekstraráætlun skólans var samþykkt og var gert ráð fyrir slíkum halla í þeirri áætlun. „Skólinn hefur verið undirfjármagnaður um 10% í mörg ár. Háskólinn á Akureyri var í svipaðri stöðu og við, þeir fengu aukafjárveitingu upp á 233,5 milljónir en við höfum ekki fengið neinar aukafjárveitingar," segir Ágúst. Ennfremur segir Ágúst: „Það er mikilvægt í þessu ljósi að þessi halli okkar er skuldir við ríkissjóð en ekki einhverjar skuldir við lánastofnanir vegna óreiðu á fjármálum skólans. Málið er einfaldlega það að við höfum haft mjög takmarkaða fjármuni til að spila úr og þar með reka háskólann á eðlilegum forsendum." „Við vorum skilin eftir þegar fjárlög voru ákveðin sl. haust. Stjórnvöld vissu af þessum halla og við höfum beitt öllum ráðum til að spara. Ástæðu hallans má auk þess rekja til þess að hér var stofnaður Landbúnaðarháskóli þann 1. janúar 2005 með því að sameina þrjár stofnanir. Til að stofna háskóla þá þarf frekara fjármagn en var til staðar á þeim tíma,“ segir rektorinn. „Hallanum linnir ekki fyrr en við fáum auka fjárveitingar, ef það gerist ekki eru stórkostlega breytingar væntanlegar á rekstri skólans, það er ekki möguleiki til frekari sparnaðar við óbreyttar aðstæður," sagði Ágúst. Ágúst telur ennfremur að sameining háskóla leysi ekki allan vandann, hins vegar eru tækifæri með verulegri samþættingu við Háskóla Íslands. „Það hefur verið starfandi nefnd varðandi fýsileika á sameiningu við Háskóla Íslands en við munum fyrst kynna niðurstöður þeirra viðræðna fyrir menntamálaráðherra áður en þær upplýsingar verða gerðar opinberar," sagði Ágúst. Aðspurður um það hvort hann myndi sækjast eftir áframhaldandi stöðu rektors Landbúnaðarháskólans, sagði Ágúst: „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það en við þurfum klárlega frekara fjármagn og með áframhaldandi fjársvelti á ég ekki von á að starfa hér áfram.“
Tengdar fréttir Kallar á tafarlausar aðgerðir hjá átta ríkistofnunum Fjárhagsstaða átta ríkisstofnana er svo alvarleg að ástæða er til að bregðast tafarlaust við. Verst er hún þó hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Námsmatsstofnun. 25. júní 2009 12:23 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Kallar á tafarlausar aðgerðir hjá átta ríkistofnunum Fjárhagsstaða átta ríkisstofnana er svo alvarleg að ástæða er til að bregðast tafarlaust við. Verst er hún þó hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Námsmatsstofnun. 25. júní 2009 12:23