HM: Óvænt tap Svía Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2009 17:00 Gergo Ivancsik fagnar einu marka sinna gegn Svíum í dag. Nordic Photos / AFP Svíar misstu endanlega af tækifærinu að komast í undanúrslit á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu eftir að liðið tapaði óvænt fyrir Ungverjum í dag, 31-30. Staðan í hálfleik var 18-16, Svíum í vil. Úrslitin þýða einfaldlega að Svíar geta ekki náð Frökkum og Króötum að stigum en bæði lið spila síðar í dag og geta þá tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Tvö efstu liðin úr milliriðlunum tveimur komast áfram í undanúrslitin og leika þessi lið í milliriðli 1. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann en Ungverjar komust í 16-13 forystu eftir 25 mínútur en Svíar skoruðu fimm síðustu mörk hálfleiksins og náðu því tveggja marka forystu í hálfleik, 18-16. Síðari hálfleikur var afar jafn og var aldrei meira en tveggja marka munur á milli liðanna. Ungverjar reyndust sterkari á lokakaflanum - komust yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 30-29. Jonas Källman jafnaði metin fyrir Svía á 58. mínútu en Gergely Harsanyi skoraði sigurmark Ungverja á næstsíðustu mínútunni. Ferenc Ilyes var markahæstur hjá Ungverjum með átta mörk og Gabor Csaszar skoraði sjö. Hjá Svíum var Källman markahæstur með átta mörk en Kim Andersson kom næstur með sjö. Nandor Fazekas átti góðan leik í marki Ungverja og varði nítján skot. Eina liðið sem getur enn náð Frökkum eða Króötum að stigum er Slóvakía sem mætir heimamönnum í kvöld. Fyrr í dag unnu Pólverjar stórsigur á Serbum, 35-23, í milliriðli 2 eftir að hafa verið með fjórtán marka forystu í hálfleik, 21-7. Serbum var hreinlega slátrað í fyrri hálfleik en Pólland komst í 9-2, 14-5, 19-6 og svo 21-7. Pólverjar gáfu reyndar ekki eftir fyrr en stundarfjórðungur var eftir af leiknum og munurinn orðinn sautján mörk, 31-14. Þá fyrst fóru Serbar að minnka muninn en sigur Pólverja vitanlega aldrei í hættu. Tomasz Tluczynski átti stórleik og nýtti öll ellefu skotin sín í leiknum, þar af þrjú af vítalínunni. Enginn annar leikmaður skoraði meira en fimm mörk. Momir Ilic var markahæstur Serba með sex mörk. Pólverjar fóru illa að ráði sínu í riðlakeppninni þar sem liðið tapaði bæði fyrir Þýskalandi og Makedóníu en hefur nú hafið milliriðlakeppnina af krafti. Í gær vann liðið sigur á Danmörku og svo Serbíu í dag. Pólland á því þrátt fyrir að hafa komið stigalausir í milliriðlakeppnina enn von um að komast í undanúrslitin en það ræðst þó að stórum hluta á úrslitum annarra leikja í riðlinum í dag. Þegar þetta er skrifað eigast við Þýskaland og Noregur og svo síðar í kvöld mætast Danmörk og Makedónía. Milliriðill 1: Úrslit: Svíþjóð - Ungverjaland 30-31 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Ungverjaland 3* (-9) Svíþjóð 2* (-6) Suður-Kórea 0 (-10) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 17.30 Suður-Kórea - Frakkland 19.30 Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Serbía 3* (-12) Noregur 2 (-3) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 16.30 Noregur - Þýskaland 19.15 Danmörk - Makedónía Handbolti Tengdar fréttir HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Svíar misstu endanlega af tækifærinu að komast í undanúrslit á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu eftir að liðið tapaði óvænt fyrir Ungverjum í dag, 31-30. Staðan í hálfleik var 18-16, Svíum í vil. Úrslitin þýða einfaldlega að Svíar geta ekki náð Frökkum og Króötum að stigum en bæði lið spila síðar í dag og geta þá tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Tvö efstu liðin úr milliriðlunum tveimur komast áfram í undanúrslitin og leika þessi lið í milliriðli 1. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann en Ungverjar komust í 16-13 forystu eftir 25 mínútur en Svíar skoruðu fimm síðustu mörk hálfleiksins og náðu því tveggja marka forystu í hálfleik, 18-16. Síðari hálfleikur var afar jafn og var aldrei meira en tveggja marka munur á milli liðanna. Ungverjar reyndust sterkari á lokakaflanum - komust yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 30-29. Jonas Källman jafnaði metin fyrir Svía á 58. mínútu en Gergely Harsanyi skoraði sigurmark Ungverja á næstsíðustu mínútunni. Ferenc Ilyes var markahæstur hjá Ungverjum með átta mörk og Gabor Csaszar skoraði sjö. Hjá Svíum var Källman markahæstur með átta mörk en Kim Andersson kom næstur með sjö. Nandor Fazekas átti góðan leik í marki Ungverja og varði nítján skot. Eina liðið sem getur enn náð Frökkum eða Króötum að stigum er Slóvakía sem mætir heimamönnum í kvöld. Fyrr í dag unnu Pólverjar stórsigur á Serbum, 35-23, í milliriðli 2 eftir að hafa verið með fjórtán marka forystu í hálfleik, 21-7. Serbum var hreinlega slátrað í fyrri hálfleik en Pólland komst í 9-2, 14-5, 19-6 og svo 21-7. Pólverjar gáfu reyndar ekki eftir fyrr en stundarfjórðungur var eftir af leiknum og munurinn orðinn sautján mörk, 31-14. Þá fyrst fóru Serbar að minnka muninn en sigur Pólverja vitanlega aldrei í hættu. Tomasz Tluczynski átti stórleik og nýtti öll ellefu skotin sín í leiknum, þar af þrjú af vítalínunni. Enginn annar leikmaður skoraði meira en fimm mörk. Momir Ilic var markahæstur Serba með sex mörk. Pólverjar fóru illa að ráði sínu í riðlakeppninni þar sem liðið tapaði bæði fyrir Þýskalandi og Makedóníu en hefur nú hafið milliriðlakeppnina af krafti. Í gær vann liðið sigur á Danmörku og svo Serbíu í dag. Pólland á því þrátt fyrir að hafa komið stigalausir í milliriðlakeppnina enn von um að komast í undanúrslitin en það ræðst þó að stórum hluta á úrslitum annarra leikja í riðlinum í dag. Þegar þetta er skrifað eigast við Þýskaland og Noregur og svo síðar í kvöld mætast Danmörk og Makedónía. Milliriðill 1: Úrslit: Svíþjóð - Ungverjaland 30-31 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Ungverjaland 3* (-9) Svíþjóð 2* (-6) Suður-Kórea 0 (-10) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 17.30 Suður-Kórea - Frakkland 19.30 Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Serbía 3* (-12) Noregur 2 (-3) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 16.30 Noregur - Þýskaland 19.15 Danmörk - Makedónía
Handbolti Tengdar fréttir HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. 24. janúar 2009 21:31