Verð á landbúnaðarvörum myndi lækka um allt að 70% 16. júlí 2009 12:30 Verð á landbúnaðarvörum myndi lækka um allt að sjötíu prósent, þegar tollar yrðu felldir niður við inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB). Kjör íslenskra bænda myndu hins vegar skerðast. Þetta má meðal annars lesa út úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, en það olli fjaðrafoki á Alþingi í gær að hún skyldi ekki hafa verið birt. Markmið skýrslunnaar er að varpa ljósi á það hvaða áhrif það hefði á afkomu íslenskra bænda, ef landbúnaðarstefna Evrópusambandsins næði til þeirra, en styrkir til bænda hér á landi eru talsvert umfangsmeiri nú, en til bænda í Evrópusambandinu. Bændasamtökin telja þessa úttekt á áhrifum af inngöngu í Evrópusambandið á íslenskan landbúnað ófullnægjandi Hagfræðistofnunin telur að verð á kjúklingum lækki um 70% og verð á á eggjum og mjólkurvörum lækki um 55-60% með inngöngu í Evrópusambandið. Niðurstöður stofnunarinnar benda til að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið. Þá má velta því fyrir sér hvort kjúklingaframleiðsla sé yfir höfuð landbúnaðar- frekar en iðnaðarframleiðsla.Niðurstöður skýrslunnar Milli aðildarríkja ESB ríkir nær fullt frelsi til inn- og útflutnings landbúnaðarafurða, líkt og gildir um alla þjónustu og vörur sem fluttar eru á milli landanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar leitaðist við að áætla stöðu íslenskra búa ef þau byggju við þá styrki og tollareglur sem gilda á Finnlandi, sem er aðili að ESB. Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið þó tollar til ESB falli niður. Sauðfjárbændur virðast því í fljótu bragði ekki hafa mikið að óttast þótt Ísland gangi í ESB og tollmúrar falli niður, að mati Hagfræðistofnunar. Gögn OECD benda til þess að verð til bænda lækki mikið á kjúklingum, eggjum, mjólk og mjólkurvörum og svínakjöti ef tollar falla niður á innflutningi frá Evrópusambandslöndunum. Langmest yrði verðlækkunin á kjúklingum eða 70%, 55-60% á eggjum og mjólkurvörum og verð á svínakjöti myndi lækka um 35% ef marka má skýrslu hagfræðistofnunarinnar. Almennt matvöruverð út úr búð er að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér á landi og verð til bænda er að jafnaði 65-70% lægra ef tölur frá OECD eru lagðar til grundvallar. Búvöruframleiðsla í Finnlandi hefur ekki minnkað að ráði síðan Finnar gengu í ESB og mjólkurframleiðsla hélst nokkurn vegin óbreytt í lítrum talið eftir inngöngu. Íslenska ríkið greiddi 4,8 milljarða til mjólkurframleiðslu og 3,5 milljarða til sauðfjárræktar, í gegnum styrkjakerfi landbúnaðarins á síðasta ári.Áhrif á afkomu búa Niðurstöður úr skýrslu Hagfræðistofnunar benda til þess að tekjur búanna dragist verulega saman vegna lækkandi afurðaverðs og verðlækkana til bænda. Tekjur til bænda munu því minnka til muna. Á hinn bóginn myndi norðurslóðastuðningur af svipuðum toga og finnskir bændur njóta, draga verulega úr tekjumuninum og gera suma bændur jafn vel eða betur setta en þeir eru í dag. Einnig er líklegt að aðgangur bænda að evrópskum aðfangamarkaði muni lækka framleiðslukostnað að einhverju leyti. Talið er að afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri en nú er, með inngöngu í ESB. Forsendur Hagfræðistofnunar um lægra verð, gera ráð fyrir allmikilli aukningu útflutnings. Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Verð á landbúnaðarvörum myndi lækka um allt að sjötíu prósent, þegar tollar yrðu felldir niður við inngöngu Íslands í Evrópusambandið (ESB). Kjör íslenskra bænda myndu hins vegar skerðast. Þetta má meðal annars lesa út úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, en það olli fjaðrafoki á Alþingi í gær að hún skyldi ekki hafa verið birt. Markmið skýrslunnaar er að varpa ljósi á það hvaða áhrif það hefði á afkomu íslenskra bænda, ef landbúnaðarstefna Evrópusambandsins næði til þeirra, en styrkir til bænda hér á landi eru talsvert umfangsmeiri nú, en til bænda í Evrópusambandinu. Bændasamtökin telja þessa úttekt á áhrifum af inngöngu í Evrópusambandið á íslenskan landbúnað ófullnægjandi Hagfræðistofnunin telur að verð á kjúklingum lækki um 70% og verð á á eggjum og mjólkurvörum lækki um 55-60% með inngöngu í Evrópusambandið. Niðurstöður stofnunarinnar benda til að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið. Þá má velta því fyrir sér hvort kjúklingaframleiðsla sé yfir höfuð landbúnaðar- frekar en iðnaðarframleiðsla.Niðurstöður skýrslunnar Milli aðildarríkja ESB ríkir nær fullt frelsi til inn- og útflutnings landbúnaðarafurða, líkt og gildir um alla þjónustu og vörur sem fluttar eru á milli landanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar leitaðist við að áætla stöðu íslenskra búa ef þau byggju við þá styrki og tollareglur sem gilda á Finnlandi, sem er aðili að ESB. Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að verð til bænda á kinda- og nautakjöti breytist ekki mikið þó tollar til ESB falli niður. Sauðfjárbændur virðast því í fljótu bragði ekki hafa mikið að óttast þótt Ísland gangi í ESB og tollmúrar falli niður, að mati Hagfræðistofnunar. Gögn OECD benda til þess að verð til bænda lækki mikið á kjúklingum, eggjum, mjólk og mjólkurvörum og svínakjöti ef tollar falla niður á innflutningi frá Evrópusambandslöndunum. Langmest yrði verðlækkunin á kjúklingum eða 70%, 55-60% á eggjum og mjólkurvörum og verð á svínakjöti myndi lækka um 35% ef marka má skýrslu hagfræðistofnunarinnar. Almennt matvöruverð út úr búð er að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér á landi og verð til bænda er að jafnaði 65-70% lægra ef tölur frá OECD eru lagðar til grundvallar. Búvöruframleiðsla í Finnlandi hefur ekki minnkað að ráði síðan Finnar gengu í ESB og mjólkurframleiðsla hélst nokkurn vegin óbreytt í lítrum talið eftir inngöngu. Íslenska ríkið greiddi 4,8 milljarða til mjólkurframleiðslu og 3,5 milljarða til sauðfjárræktar, í gegnum styrkjakerfi landbúnaðarins á síðasta ári.Áhrif á afkomu búa Niðurstöður úr skýrslu Hagfræðistofnunar benda til þess að tekjur búanna dragist verulega saman vegna lækkandi afurðaverðs og verðlækkana til bænda. Tekjur til bænda munu því minnka til muna. Á hinn bóginn myndi norðurslóðastuðningur af svipuðum toga og finnskir bændur njóta, draga verulega úr tekjumuninum og gera suma bændur jafn vel eða betur setta en þeir eru í dag. Einnig er líklegt að aðgangur bænda að evrópskum aðfangamarkaði muni lækka framleiðslukostnað að einhverju leyti. Talið er að afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri en nú er, með inngöngu í ESB. Forsendur Hagfræðistofnunar um lægra verð, gera ráð fyrir allmikilli aukningu útflutnings.
Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira