Viðskipti innlent

Verðlaunabikar

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson.

Harla ólíklegt þykir að Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander, banka í eigu Kaupþings í Bretlandi, verði tekinn á beinið fyrir að leka innherjaupplýsingum í bók sinni Ævintýraeyjan.

Öðru máli gegnir hins vegar um magnaðar mannlýsingar sem þar má finna. Ármann dregur upp afar skýra en á tíðum miskunnarlausa mynd af samferðafólki sínu og dregur lítið undan. Engum er vægt, hvorki höfundi sjálfum né fyrrverandi kollegum hjá Kaupþingi. Stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson og forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson fá báðir sinn skerf og vel það. Í augum sumra er Hreiðar Már hár og grannur.

Bankastjórinn gengisfellur á síðum í Ævintýraeyjunnar en Ármann segir hann minna öðru fremur á verðlaunabikar. Dæmi svo hver fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×