Erlent

Jörð skalf í Gvatemala

Frá Gvatemala þar sem jarðskjálfti reið yfir í dag. Mynd/ AFP.
Frá Gvatemala þar sem jarðskjálfti reið yfir í dag. Mynd/ AFP.
Jarðskjálfti, upp á 6,1 á Richter, skók Gvatemala í dagm, samkvæmt upplýsingum frá Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna. Skjálftinn reið yfir um klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur á íslenskum tíma. Upptök hans voru um 10 kílómetrum frá bænum Santiago Atitlan. Skjálftinn var djúpur, en upptök hans voru 104 kílómetrar niðri í jörðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×