Nokkrar ábendingar hafa borist lögreglu eftir að fjölmiðlar sýndu myndir af mönnum sem grunaðir eru um að hafa kveikt í Range Rover jeppa við Laufásveg í vikunni.
Engin hefur hins vegar enn verið handtekinn vegna málsins. Þrír menn eru taldir hafa kveikt í jeppanum, sem var í eigu Stefán Hilmarssonar, fyrrverandi fjármálstjóra Baugs, og eiginkonu hans, Friðriku Geirsdóttur sjónvarpskonu.