FSA staðfestir viðræður um Icesave 4. mars 2009 15:40 Fréttastofan hefur fengið það staðfest hjá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) að viðræður áttu sér stað milli FSA og Landsbankans um að koma Icesave-reikningunum í breska lögsögu s.l. haust. FSA segir að þessar viðræður hafi ekki leitt til neins samkomulags og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið enda sé það starfsregla hjá embættinu að ræða ekki um mál einstakra félaga/fyrirtækja sem heyra undir það. Eins og fram hefur komið í fréttum er nú deilt um hvort fyrrgreindar viðræður hafi yfirhöfuð farið fram. Fréttastofa hefur séð tvö bréf tengd málinu. Annarsvegar það bréf sem birt var í Kastljósi þar sem bankastjórar Landsbankans segja að bankinn eigi í viðræðum við FSA um hraðvirka dótturfélagavæðingu vegna Icesave. Bréfið er stílað á Seðlabanka Íslands og dagsett sunnudaginn 5. október. Þar benda bankastjórarnir á þrjá hluti sem gerst höfðu þann daginn og þeim fannst að Seðlabankinn ætti að vita af. Þar á meðal eru viðræður bankans við Hector Sants, forstjóra FSA í Bretlandi um að framkvæma „hraðvirka dótturfélagavæðingu" Icesave reikninganna í Bretlandi. „Við viljum koma þessum upplýsingum á framfæri og því breytta mati sem þetta getur leitt til á stöðu Landsbankans," segir í bréfinu sem undirritað er af þeim Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni forstjórum bankans. Bréfið sem sent var FSA frá Landsbankanum. Hitt bréfið sent af starfsmanni Landsbankans til starfsmanns breska fjármálaeftirlitsins, aðfararnótt 6. október, þar sem meðal annars kemur fram að Landsbankinn hafi verið í sambandi við Hector Sants hjá FSA fyrr um kvöldið. Í þessu bréfi er rætt um 200 milljón punda greiðslu til útibús bankans í Bretlandi til þess að mæta útstreymi fjármagns frá útibúinu auk þess sem leggja þurfi Heritable bankanum til 53 milljónir punda. Farið hafi verið fram á fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum af þeim sökum. „Okkur skilst að Seðlabankinn muni taka afstöðu til málsins á morgun og við munum millifæra upphæðirnar um leið og við fáum þær frá bankanum," segir í bréfinu. „Ég vona að þessar ráðstafanir mæti skilmálunum sem ræddir voru fyrr í kvöld við þig og Hr. Hector Sants," segir að lokum. Bréfið sem sent var Seðlabankanum þar sem rætt er um hraðvirka meðferð varðandi Icesave. Engin fyrirgreiðsla fékkst hins vegar frá Seðlabankanum og í kjölfar setningar neyðarlaga á Alþingi var Landsbankinn tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu aðfararnótt þriðjudagsins 7. október.Nokkru síðar lýsti Björgólfur Thor Björgólfsson því í Kompásþætti að flýtimeðferð hefði verið í boði og að Seðlabankanum hafi verið kunnugt um það.Þessu neitaði Seðlabankinn í yfirlýsingu og sagði Björgólf fara með rangt mál, ekkert hafi verið minnst á flýtimeðferð vegna Icesave. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Fréttastofan hefur fengið það staðfest hjá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) að viðræður áttu sér stað milli FSA og Landsbankans um að koma Icesave-reikningunum í breska lögsögu s.l. haust. FSA segir að þessar viðræður hafi ekki leitt til neins samkomulags og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið enda sé það starfsregla hjá embættinu að ræða ekki um mál einstakra félaga/fyrirtækja sem heyra undir það. Eins og fram hefur komið í fréttum er nú deilt um hvort fyrrgreindar viðræður hafi yfirhöfuð farið fram. Fréttastofa hefur séð tvö bréf tengd málinu. Annarsvegar það bréf sem birt var í Kastljósi þar sem bankastjórar Landsbankans segja að bankinn eigi í viðræðum við FSA um hraðvirka dótturfélagavæðingu vegna Icesave. Bréfið er stílað á Seðlabanka Íslands og dagsett sunnudaginn 5. október. Þar benda bankastjórarnir á þrjá hluti sem gerst höfðu þann daginn og þeim fannst að Seðlabankinn ætti að vita af. Þar á meðal eru viðræður bankans við Hector Sants, forstjóra FSA í Bretlandi um að framkvæma „hraðvirka dótturfélagavæðingu" Icesave reikninganna í Bretlandi. „Við viljum koma þessum upplýsingum á framfæri og því breytta mati sem þetta getur leitt til á stöðu Landsbankans," segir í bréfinu sem undirritað er af þeim Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni forstjórum bankans. Bréfið sem sent var FSA frá Landsbankanum. Hitt bréfið sent af starfsmanni Landsbankans til starfsmanns breska fjármálaeftirlitsins, aðfararnótt 6. október, þar sem meðal annars kemur fram að Landsbankinn hafi verið í sambandi við Hector Sants hjá FSA fyrr um kvöldið. Í þessu bréfi er rætt um 200 milljón punda greiðslu til útibús bankans í Bretlandi til þess að mæta útstreymi fjármagns frá útibúinu auk þess sem leggja þurfi Heritable bankanum til 53 milljónir punda. Farið hafi verið fram á fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum af þeim sökum. „Okkur skilst að Seðlabankinn muni taka afstöðu til málsins á morgun og við munum millifæra upphæðirnar um leið og við fáum þær frá bankanum," segir í bréfinu. „Ég vona að þessar ráðstafanir mæti skilmálunum sem ræddir voru fyrr í kvöld við þig og Hr. Hector Sants," segir að lokum. Bréfið sem sent var Seðlabankanum þar sem rætt er um hraðvirka meðferð varðandi Icesave. Engin fyrirgreiðsla fékkst hins vegar frá Seðlabankanum og í kjölfar setningar neyðarlaga á Alþingi var Landsbankinn tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu aðfararnótt þriðjudagsins 7. október.Nokkru síðar lýsti Björgólfur Thor Björgólfsson því í Kompásþætti að flýtimeðferð hefði verið í boði og að Seðlabankanum hafi verið kunnugt um það.Þessu neitaði Seðlabankinn í yfirlýsingu og sagði Björgólf fara með rangt mál, ekkert hafi verið minnst á flýtimeðferð vegna Icesave.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira