Kvennalið Hauka heldur toppsætinu í N1 deild kvenna eftir leiki dagsins en toppliðin fjögur höfðu öll sigra í 14. umferðinni í dag.
Haukaliðið vann sigur á grönnum sínum í FH 29-26 og hefur liðið hlotið 25 stig á toppnum, einu stigi meira en Stjarnan sem lagði Fylki örugglega á heimavelli 35-23. Stjarnan á leik til góða.
Þá vann Valur stórsigur á HK 36-20 og situr í þriðja sæti með 18 stig og Fram vann Gróttu með fjórum mörkum 27-23.