Segir Valitor mismuna viðskiptavinum sínum Gunnar Örn Jónsson skrifar 13. júlí 2009 16:41 Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. „Valitor hefur ekkert lært af reynslunni og heldur áfram að nýta sér markaðsráðandi stöðu sína með ólöglegum aðgerðum," segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Kortaþjónustan sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum. „Þetta eru í raun mjög víðtæk brot sem við erum að kvarta yfir. Valitor hefur meðal annars verið með sértækar verðlækkanir þar sem þeir lækka gjöld þeirra viðskiptavina sinna sem við erum að bjóða betri kjör en láta aðra viðskiptavini búa við gömlu kjörin. Þar með eru þeir að mismuna sínum viðskiptavinum til að koma í veg fyrir að við og önnur kortaþjónustufyrirtæki náum af þeim viðskiptum," segir Jóhannes Ingi, í samtali við Vísi. Jóhannes segir að þetta séu ekki eðlilegir viðskiptahættir á samkeppnisgrundvelli. „Við erum ekki þeir einu sem kvarta, það var gerð húsleit um daginn hjá Valitor og það er með ólíkindum að þeir haldi áfram að nýta sína markaðsráðandi stöðu til að klekkja á samkeppnisaðilunum. Til að húsleit sé gerð þarf héraðsdómur að úrskurða um húsleitina þannig að héraðsdómur virðist að minnsta kosti telja tilefni til frekari athugunar. Þeir læra ekkert af reynslunni en við vitum alveg hvað þeir eru að gera," segir Jóhannes Ingi. Ekki náðist í Höskuld H. Ólafsson, forstjóra Valitor, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið fór í húsleit hjá VALITOR Í morgun fóru fulltrúar Samkeppniseftirlitsins í starfsstöðvar VALITOR að Laugavegi 77 í Reykjavík og framkvæmdu húsleit vegna kvörtunar sem eftirlitinu hafði borist frá keppinautnum Borgun um meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. 1. júlí 2009 12:18 Kæra Valitor til Samkeppniseftirlitsins Kortaþjónustan hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum og nokkrum tilteknum skilmálum þeirrar sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á síðastliðnu ári. 13. júlí 2009 10:03 Förum ekki undir kostnaðarverð segir forstjóri VALITOR Eins og kom fram á Vísi fyrir stundu fóru fulltrúar Samkeppniseftirlitsins í starfsstöðvar VALITOR og framkvæmdu húsleit vegna kvörtunar sem eftirlitinu hafði borist frá samkeppnisaðilanum, Borgun. Ekkert til í þessu, segir Forstjóri VALITOR. 1. júlí 2009 13:05 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Valitor hefur ekkert lært af reynslunni og heldur áfram að nýta sér markaðsráðandi stöðu sína með ólöglegum aðgerðum," segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Kortaþjónustan sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum. „Þetta eru í raun mjög víðtæk brot sem við erum að kvarta yfir. Valitor hefur meðal annars verið með sértækar verðlækkanir þar sem þeir lækka gjöld þeirra viðskiptavina sinna sem við erum að bjóða betri kjör en láta aðra viðskiptavini búa við gömlu kjörin. Þar með eru þeir að mismuna sínum viðskiptavinum til að koma í veg fyrir að við og önnur kortaþjónustufyrirtæki náum af þeim viðskiptum," segir Jóhannes Ingi, í samtali við Vísi. Jóhannes segir að þetta séu ekki eðlilegir viðskiptahættir á samkeppnisgrundvelli. „Við erum ekki þeir einu sem kvarta, það var gerð húsleit um daginn hjá Valitor og það er með ólíkindum að þeir haldi áfram að nýta sína markaðsráðandi stöðu til að klekkja á samkeppnisaðilunum. Til að húsleit sé gerð þarf héraðsdómur að úrskurða um húsleitina þannig að héraðsdómur virðist að minnsta kosti telja tilefni til frekari athugunar. Þeir læra ekkert af reynslunni en við vitum alveg hvað þeir eru að gera," segir Jóhannes Ingi. Ekki náðist í Höskuld H. Ólafsson, forstjóra Valitor, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið fór í húsleit hjá VALITOR Í morgun fóru fulltrúar Samkeppniseftirlitsins í starfsstöðvar VALITOR að Laugavegi 77 í Reykjavík og framkvæmdu húsleit vegna kvörtunar sem eftirlitinu hafði borist frá keppinautnum Borgun um meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. 1. júlí 2009 12:18 Kæra Valitor til Samkeppniseftirlitsins Kortaþjónustan hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum og nokkrum tilteknum skilmálum þeirrar sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á síðastliðnu ári. 13. júlí 2009 10:03 Förum ekki undir kostnaðarverð segir forstjóri VALITOR Eins og kom fram á Vísi fyrir stundu fóru fulltrúar Samkeppniseftirlitsins í starfsstöðvar VALITOR og framkvæmdu húsleit vegna kvörtunar sem eftirlitinu hafði borist frá samkeppnisaðilanum, Borgun. Ekkert til í þessu, segir Forstjóri VALITOR. 1. júlí 2009 13:05 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Samkeppniseftirlitið fór í húsleit hjá VALITOR Í morgun fóru fulltrúar Samkeppniseftirlitsins í starfsstöðvar VALITOR að Laugavegi 77 í Reykjavík og framkvæmdu húsleit vegna kvörtunar sem eftirlitinu hafði borist frá keppinautnum Borgun um meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. 1. júlí 2009 12:18
Kæra Valitor til Samkeppniseftirlitsins Kortaþjónustan hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum og nokkrum tilteknum skilmálum þeirrar sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á síðastliðnu ári. 13. júlí 2009 10:03
Förum ekki undir kostnaðarverð segir forstjóri VALITOR Eins og kom fram á Vísi fyrir stundu fóru fulltrúar Samkeppniseftirlitsins í starfsstöðvar VALITOR og framkvæmdu húsleit vegna kvörtunar sem eftirlitinu hafði borist frá samkeppnisaðilanum, Borgun. Ekkert til í þessu, segir Forstjóri VALITOR. 1. júlí 2009 13:05